Erlent

Heimamenn í Úganda taka við

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur í auknu mæli ráðið innlenda verkefnisstjóra til starfa á vegum stofnunarinnar í Úganda. Aðeins tveir íslenskir verkefnisstjórar eru nú að störfum í landinu en þeir sinna ekki beinni framkvæmd verkefna heldur eftirfylgni og eftirliti. Þetta kemur fram í fréttabréfi Þróunarsamvinnustofnunar.

Haft er eftir Geir Oddssyni, verkefnisstjóra í Kampala, að þetta sé í samræmi við meginbreytingu á verklagi þróunaraðstoðar. Í stað þess að þeir sem veiti fé til þróunaraðstoðar stýri verkefnunum einnig, veiti þeir einungis fjárstuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×