Erlent

Rússnesk ritskoðun

Óli Tynes skrifar
The Killers kostuðu Tom Shaw lestarferð.
The Killers kostuðu Tom Shaw lestarferð. Mynd/AP

Tuttugu og fimm ára gamall bassaleikari í breskri hljómsveit var rekinn úr járnbrautarlest í Portsmouth þar sem hann sat og skrifaði lista yfir lög sem hljómsveitin ætlaði að leika á næsta giggi sínu.

Um leið og hann kom inn í lestarvagninn settist Tom Shaw niður til að skrifa listann. Hljómsveit hans ætlaði meðal annars að leika lögin Cigarettes and Alchohol eftir Oasis og All These Things I Have Done eftir bandarísku hljómsveitina The Killers.

Til að stytta það sem hann þurfti að skrifa setti hann bara Killers á blaðið. Svo virðist sem lestarvörður hafi lesið það yfir öxlina á honum því það næsta sem hann vissi var að hann var kominn út á brautarpallinn og var að reyna að útskýra málið fyrir tveim ábúðarmiklum mönnum.

Þeir féllust á skýringu hans, en þá var lestin farin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×