Mansell hefur trú á getu Schumachers 2011 21. desember 2010 08:20 Michael Schumacher og Nigel Mansell á léttri stund þegar báðir voru í Formúlu 1. Mynd: Gety Images/Mike Hewitt/Allsport Breska Formúlu 1 kempan fyrrverandi, Nigel Mansell spáir því að Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren láti að sér kveðja á næsta ári. Þeir stóðust þó ekki Sebastian Vettel, Fernando Alonso og Mark Webber snúning á þessu tímabili. Þá hefur hann trú á að Michael Schumacher eigi eftir að standa sig betur á næsta ári. "Það er auðvelt að útskýra afhverju Jenson og Lewis verða í slagnum. Þeir eru báðir meistarar, hungraðir og ungir. Þeir eru með einu besta liðinu og eru með magnaðan mótor fyrir aftan sig í formi Mercedes", sagði Mansell sem er landi Bretanna tveggja. "McLaren verður sterkara á næsta ári. Það gerðu öll lið mistök á þessu ári og lið og ökumenn hafa lært af mistökunum. Það verða færri mistök á næsta ári og risalagur um titilinn", sagði Mansell á eurosport.com. Mansell telur of snemmt að dæma hvort rangt hafi verið af Michael Schumacher að mæta aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. "Við munum ekki vita fyrir víst um það fyrr en í lok 2011. Ef liðð lætur hann ekki fá góðan bíl til að spreyta sig, þá getum við sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun. En hann er orðinn eins og hann var áður en hann vildi hætta. Ross Brawn mun hvetja liðið til dáða og Schumacher gæti hrist upp í mönnum 2011. Þetta gæti orðið sérstakt ár fyrir Mercedes", sagði Mansell Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Breska Formúlu 1 kempan fyrrverandi, Nigel Mansell spáir því að Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren láti að sér kveðja á næsta ári. Þeir stóðust þó ekki Sebastian Vettel, Fernando Alonso og Mark Webber snúning á þessu tímabili. Þá hefur hann trú á að Michael Schumacher eigi eftir að standa sig betur á næsta ári. "Það er auðvelt að útskýra afhverju Jenson og Lewis verða í slagnum. Þeir eru báðir meistarar, hungraðir og ungir. Þeir eru með einu besta liðinu og eru með magnaðan mótor fyrir aftan sig í formi Mercedes", sagði Mansell sem er landi Bretanna tveggja. "McLaren verður sterkara á næsta ári. Það gerðu öll lið mistök á þessu ári og lið og ökumenn hafa lært af mistökunum. Það verða færri mistök á næsta ári og risalagur um titilinn", sagði Mansell á eurosport.com. Mansell telur of snemmt að dæma hvort rangt hafi verið af Michael Schumacher að mæta aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. "Við munum ekki vita fyrir víst um það fyrr en í lok 2011. Ef liðð lætur hann ekki fá góðan bíl til að spreyta sig, þá getum við sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun. En hann er orðinn eins og hann var áður en hann vildi hætta. Ross Brawn mun hvetja liðið til dáða og Schumacher gæti hrist upp í mönnum 2011. Þetta gæti orðið sérstakt ár fyrir Mercedes", sagði Mansell
Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira