Erlent

Evrópuþingið berst gegn fælni gagnvart samkynhneigðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jerzy Buzek segir að Evrópusambandið vilji standa vörð um mannréttindi. Mynd/ AFP.
Jerzy Buzek segir að Evrópusambandið vilji standa vörð um mannréttindi. Mynd/ AFP.
Forseti Evrópuþingsins lýsti í dag andúð sinni á homo-fælni i tilefni af því að Alþjóðadagur gegn homo-fælni verður haldinn á morgun, þann 17 maí, í sjötta sinn.

„Evrópusambandið er skuldbundið til að berjast gegn hvers kyns mismunun. Homo-fælni er þar engin undantekning. Þessi skuldbinding er rituð í grundvallarlagatexta, bæði í Stofnskrá um grundvallarmannréttindi íbúa Evrópusambandsins og Evrópusáttmálanum," segir Jerzy Buzek, forseti Evrópuþingsins.

Hann segir að víða sé samkynhneigt fólk ekki einungis svipt grundvallarmannréttindum heldur sé það líka pyntað og því refsað vegna kynhneigðar sinnar. Í sumum ríkjum hljóti það lífstíðardóma.

Hann telur því að Evrópuþingið ætti að halda áfram að láta í ljós andúð sína á homo-fælni. Sama hvort hennar verður vart í ríkjum innan Evrópusambandsins eða utan þess.

Þess má geta að í dag verður farin gleðiganga í Minsk í Hvíta-Rússlandi þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi hafi bannað hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×