Toyota yfirgefur Formúlu 1 4. nóvember 2009 09:03 Formúlu 1 lið Toyota verður ekki á ráslínunni á næsta ári, eftir að stjórn fyrirtækisins tilkynnti í morgun að fjármagni verður ekki miðlað til liðsins. Toyota var búið að skrifa undir samning þess efnis að lið þess yrði í Formúlu 1 til 2012. Á örfáum árum hafa því þrír bílaframleiðendur dregið sig út úr myndinni. Fyrst Honda í Japan, síðan BMW á þessu ári og loks Toyota. Ákvörðun Toyota manna er bagaleg fyrir íþróttina, en þýðir samt sem áður að nýtt lið kemst á ráslínuna á næsta ári, en Sauber Ferrari með búnað BMW liðsins verður meðal þátttakenda. Verða 26 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár, þrátt fyrir ákvörðun Toyota. Talið er að erfiður rekstur Toyota sé ástæðan fyrir ákvörðun stjórnarinnar og ljóst að störf hátt í þúsund starfsmanna í Köln í Þýskalandi er í hættu, en Formúlu 1 liðið er með bækistöð sína þar í landi. Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 lið Toyota verður ekki á ráslínunni á næsta ári, eftir að stjórn fyrirtækisins tilkynnti í morgun að fjármagni verður ekki miðlað til liðsins. Toyota var búið að skrifa undir samning þess efnis að lið þess yrði í Formúlu 1 til 2012. Á örfáum árum hafa því þrír bílaframleiðendur dregið sig út úr myndinni. Fyrst Honda í Japan, síðan BMW á þessu ári og loks Toyota. Ákvörðun Toyota manna er bagaleg fyrir íþróttina, en þýðir samt sem áður að nýtt lið kemst á ráslínuna á næsta ári, en Sauber Ferrari með búnað BMW liðsins verður meðal þátttakenda. Verða 26 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár, þrátt fyrir ákvörðun Toyota. Talið er að erfiður rekstur Toyota sé ástæðan fyrir ákvörðun stjórnarinnar og ljóst að störf hátt í þúsund starfsmanna í Köln í Þýskalandi er í hættu, en Formúlu 1 liðið er með bækistöð sína þar í landi.
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira