Enski boltinn

Wenger: Arshavin ótrúlegur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arshavin lyfti mörgum puttum í kvöld.
Arshavin lyfti mörgum puttum í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var í skýjunum með frammistöðu Rússans Andrey Arshavin í kvöld en Rússinn magnaði skoraði fjögur mörk á Anfield.

„Frammistaða hans var ótrúleg. Hann var rólegur í fyrri hálfleik en hann er samt alltaf hættulegur. Hann hefur mikinn karakter og er sigurvegari," sagði Wenger um Rússann sinn.

Arshavin viðurkenndi eftir leikinn að hann hefði aldrei áður skorað fjögur mörk í leik.

„Ég var að sjálfsögðu ánægður með leikinn. Þetta var samt ekki gott fyrir liðið. Ég meina þetta var bara eins og körfubolti," sagði Rússinn skemmtilegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×