Erlent

Fleiri hjálparþurfi í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er ekki einungis hér á Íslandi sem óskum eftir aðstoð frá hjálparsamtökum fjölgar.

Fréttavefur danska Avisen greinir frá því í dag að meira sé að gera hjá danska Hjálpræðishernum, Mæðrastyrksnefnd og fleiri hjálparsamtökum í Danmörku þessa dagana en oft áður.

Danir hafa nefnilega ekki farið varhluta af samdrættinum í alþjóðahagkerfinu og bágstaddir foreldrar eru farnir að huga að því hvernig þeir geta glatt börnin sín fyrir jólin. Umsóknir um matarpakka eða gjafakort streyma því inn sem aldrei fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×