Handbolti

Kiel þurfti að hafa fyrir sigrinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic Photos / Bongarts
Kiel vann í dag sjö marka sigur á Wetzlar, 32-25, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik á heimavelli, 18-14.

Leikmenn Wetzlar komu Þýskalandsmeisturunum greinilega í opna skjöldu í fyrri hálfleik þar sem Kiel á yfirleitt ekki í vandræðum með andstæðinga sína á heimavelli.

En lærisveinar Alfreðs Gíslasonar létu til sín taka í síðari hálfleik og voru ekki nema tíu mínútur að jafna leikinn. Eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn.

Aron Pálmarsson var á meðal leikmanna Kiel í leiknum en skoraði ekki.

Kiel er á toppi deildarinnar með 23 stig eftir tólf leiki og þriggja stiga forystu á Hamburg sem á leik til góða. Wetzlar er í tíunda sæti með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×