Viðskipti innlent

Landsbankinn velur samninga í stað gjaldþrota

Stefna Landsbankans gagnvart fyrirtækjum í greiðsluerfiðleikum er að velja samningaleið um lausn skuldamála, fremur en gjaldþrotaleið sé þess nokkur kostur.

Á hinn bóginn er ljóst að stundum verður ekki hjá því komist að beita hefðbundnum fullnustuaðferðum við að tryggja hagsmuni bankans, þ.e. með því að ganga að veðum, selja eignir og að endingu setja fyrirtæki í gjaldþrot.

Bankaráð Landsbankans, NBI hf. hefur samþykkt leiðbeiningar um aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika fyrirtækja. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu bankans: http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/starfsemi/verklagsreglur/

 

Í tilkynningu segir að leiðbeiningarnar taka til þess hvernig staðið skuli að endurskipulagningu fjárhags fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann og sem eiga í erfiðleikum.

Þær eru framhald af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2. desember 2008 um hvernig skuli bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og er ætlað að útfæra betur þau tilmæli sem þar eru tilgreind. Leiðbeiningar til starfsmanna taka til þeirra atriða sem gæta þarf að en er ekki ætlað að fela í sér fastmótaðar reglur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×