Innlent

Þriðji maðurinn hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnainnflutning

Gunnar Viðar Árnason, tuttugu og sjö ára gamall Vesturbæingur, hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur í tengslum við stórfellt fíkniefnamál. Gunnar eru grunaðir, ásamt tveimur öðrum íslendingum, að vera flæktur í málið sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Gunnar Viðar hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir innflutning á fjórum kílóum af amfetamíni.

Þá tók hann við tösku frá þýsku burðardýri á Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýri. Lögregla hafði uppgötvað innflutninginn við komu þjóðverjans til landsins, en hann var með fjögur kíló af amfetamín falin í fölskum botni töskunnar. Gunnar tók síðan við töskunni og hófst þá eltingarleikur undan lögreglunni. Það endaði síðan með því að Gunnar var handtekinn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Málið sem nú er komið upp er gríðarlega umfangsmikið og hefur verið til rannsóknar í næstum eitt og hálft ár. Gunnar Viðar var handtekinn 22.maí síðastliðinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið.

Í fyrradag voru síðan tveir menn handteknir en það voru þeir Sigurður Ólason sem handtekinn var í fyrirtækinu R. Sigmundsson og Ársæll Snorrason sem handtekinn var á Litla-Hrauni. Ársæll afplánar þar dóm fyrir fíkniefnamisferli. Allir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Heimildir fréttastofu herma einnig að einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins í Hollandi. Þeirra á meðal er Íslandvinurinn Johan Hendrick sem fékk sex ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í Stóra BMW-málinu árið 2006 þar sem áðurnefndur Ársæll var einnig dæmdur.

Alls framkvæmdi lögreglan ellefu húsleitir vegna málsins í fyrradag en hún hefur notið liðsinnis Europol við rannsóknina.


Tengdar fréttir

Þrír dæmdir dópsmyglarar handteknir í gær

Fíkniefnalögreglan handtók í gær þrjá þekkta dópsmyglara í tengslum við rannsókn á gríðarlega umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hinir handteknu eru Sigurður Ólason, Rúnar Ben Maitsland og Ársæll Snorrason.

Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl

Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti.

Sigurður Ólason hefur vikið úr stjórn Vélasölunnar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var einn stjórnarmanna Vélasölunnar - R. Sigmundssonar handtekinn í húsakynnum fyrirtækisins í gær, 8. júní, í tengslum við meint fíkniefnamáli og peningaþvætti. Rannsókn lögreglu beinist ekki á nokkurn hátt að fyrirtækinu heldur persónulegri starfsemi mannsins sem hafði, líkt og fleiri sjálfstætt starfandi einstaklingar, skrifstofu til afnota í húsi fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×