Innlent

Dómur yfir Evu norn og félögum hennar staðfestur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eva norn er ein hinna dæmdu. Mynd/ Vilhelm.
Eva norn er ein hinna dæmdu. Mynd/ Vilhelm.
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir þremur karlmönnum og konu sem ákærð voru fyrir brot á allsherjarreglu. Fólkið hafði, ásamt fjórum öðrum mönnum, lokað veginum að Hellisheiðarvirkjun við mótmælaaðgerðir. Voru þau ákærð fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að opna veginn aftur fyrir umferð og hverfa af vettvangi.

Hæstiréttur taldi að komin væri fram lögfull sönnun, þrátt fyrir neitun ákærðu, að þeim hafi verið gefin skýr fyrirmæli um að víkja af veginum og láta af aðgerðum að því marki sem þau gengu á rétt annarra til að fara um veginn. Töldust aðgerðir lögreglu því nauðsynlegar í umrætt sinn.

Fólkið sem um ræðir er Eva Hauksdóttir sem rak Nornabúðina, Haukur Hilmarsson, Almar Erlingsson og Saga Ásgeirsdóttir. Haukur Hilmarsson var dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt en hin þrjú munu greiða 50 þúsund krónur hvert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×