Ungur ökumaður velti bílnum sínum á Stapabraut í Innri Njarðvík í gærkvöldi en ástæðan var sú að hann var í kappakstri við annan ökuþór, sem var á svipuðum aldri, en þeir eru rétt tæplega tvítugir.
Ökumaðurinn sem velti bílnum sínum var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með sjúkrabíl eftir að hafa verið skoðaður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknar óttuðust um innvortis áverka eftir bílveltuna.
Eftir að hafa verið skoðaður í Reykjavík kom í ljós að ökukappinn var heill heilsu, en í viðtali við Víkufréttir í gærkvöldi, sagðist hann sjá mikið eftir glannaskapnum.
Lesa má fréttina á vf.is hér.