Alþingi samþykkti skattahækkanir í morgun Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2009 11:59 Alþingi samþykkti í morgun bandorm ríkisstjórnarinnar um hækkun ýmissa óbeinna skatta sem og virðisaukaskatts, sem skila á ríkissjóði um 14 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. Gjöld á áfengi, tóbak og bensín verða hækkuð. Gjald á áfengi og tóbak hækkar um 10% á næsta ári og á að skila einum milljarði í auknum tekjum til ríkissjóðs. Þá verður bensíngjald hækkað um tvær krónur og fimmtíu aura og olíugjald um eina krónu og sextíu og fimm aura. Enn frekari hækkun verður svo á eldsneyti þegar búið verður að samþiggja frumvarp um kolefnisgjald, en það eitt á að skila ríkissjóði 900 milljónum króna. Þar með er álögum á bíleigendur ekki lokið því bifreiðagjald hækkar um 10% á næsta ári sem áætlað er að skili ríkissjóði 500 milljónum. Breytingar á virðisaukaskattskerfinu eiga að skila ríkissjóði 6 milljörðum sem er tveimur milljörðum minna en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Almenna virðisaukaskattsþrepið hækkar úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent. Sú breyting ein og sér á að skpa tekjur upp á tvo milljarða. Þá verða ýmis gjöld hjá hinu opinbera sem sagt er að hafi ekki hækkað í krónutölu frá árinu 2004, hækkuð um 50 prósent. Dómsmálagjöld hækka þó öllu meira, bæði til að standa undir auknum kostnaði í dómskerfinu og til að draga úr fjölda smærri mála í dómskerfinu. Þá verður fólki heimilt að leysa út 1,5 milljónir af séreignasparnaði sínum á næsta ári. Þeir sem ekki nýttu heimild til að leysa út milljón eins og heimilt var á þessu ári, geta leyst út 2,5 milljónir. Í lögunum er gert ráð fyrir að eigendur séreignarsparnaðar muni leysa út smanlagt 20 milljarða sem skapi 5 milljarða skatttekjur fyrir ríkissjóð og 2,6 milljarða í útsvarstekur fyrir sveitarfélögin. Samtals er reiknað með að þessar breytingar skili ríkissjóði 13,9 milljörðum á næsta ári. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun bandorm ríkisstjórnarinnar um hækkun ýmissa óbeinna skatta sem og virðisaukaskatts, sem skila á ríkissjóði um 14 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. Gjöld á áfengi, tóbak og bensín verða hækkuð. Gjald á áfengi og tóbak hækkar um 10% á næsta ári og á að skila einum milljarði í auknum tekjum til ríkissjóðs. Þá verður bensíngjald hækkað um tvær krónur og fimmtíu aura og olíugjald um eina krónu og sextíu og fimm aura. Enn frekari hækkun verður svo á eldsneyti þegar búið verður að samþiggja frumvarp um kolefnisgjald, en það eitt á að skila ríkissjóði 900 milljónum króna. Þar með er álögum á bíleigendur ekki lokið því bifreiðagjald hækkar um 10% á næsta ári sem áætlað er að skili ríkissjóði 500 milljónum. Breytingar á virðisaukaskattskerfinu eiga að skila ríkissjóði 6 milljörðum sem er tveimur milljörðum minna en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Almenna virðisaukaskattsþrepið hækkar úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent. Sú breyting ein og sér á að skpa tekjur upp á tvo milljarða. Þá verða ýmis gjöld hjá hinu opinbera sem sagt er að hafi ekki hækkað í krónutölu frá árinu 2004, hækkuð um 50 prósent. Dómsmálagjöld hækka þó öllu meira, bæði til að standa undir auknum kostnaði í dómskerfinu og til að draga úr fjölda smærri mála í dómskerfinu. Þá verður fólki heimilt að leysa út 1,5 milljónir af séreignasparnaði sínum á næsta ári. Þeir sem ekki nýttu heimild til að leysa út milljón eins og heimilt var á þessu ári, geta leyst út 2,5 milljónir. Í lögunum er gert ráð fyrir að eigendur séreignarsparnaðar muni leysa út smanlagt 20 milljarða sem skapi 5 milljarða skatttekjur fyrir ríkissjóð og 2,6 milljarða í útsvarstekur fyrir sveitarfélögin. Samtals er reiknað með að þessar breytingar skili ríkissjóði 13,9 milljörðum á næsta ári.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira