Innlent

Ljósahaf vonar og samstöðu

Kveikt var á friðarkertum til stuðnings Hrafnkatli Kristjánssyni sem liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.fréttablaðið/vilhelm
Kveikt var á friðarkertum til stuðnings Hrafnkatli Kristjánssyni sem liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.fréttablaðið/vilhelm

Slys Kveikt var á friðarkertum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gærkvöldi til stuðnings Hrafnkatli Kristjánssyni, íþróttafréttamanni Sjónvarpsins og fyrrverandi leikmanns FH.

Hrafnkell liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys síðastliðinn föstudag. Tveir létu lífið í slysinu, sem átti sér stað norðan við Arnarnesbrú á Hafnarfjarðarvegi. Hinir látnu eru fæddir árin 1950 og 1947.

Fjöldi fólks mætti í Kaplakrikann og myndaði ljósahaf vonar og samstöðu á vellinum til stuðnings Hrafnkatli. Á meðal þeirra var bróðir Hrafnkells, knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Kristjánsson, sem ræddi við viðstadda. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×