Auðlindir og nýtingarréttur 21. desember 2009 06:00 Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um orkumál Hrunið ætti að hafa kennt okkur það að einkaaðilar fara ekki endilega betur en opinberir aðilar með fjármagn, fyrirtæki, orðspor eða auðlindir. Auðlindir þjóða geta aldrei verið einkamál fárra, þær eru lífsviðurværi þjóða, sá grunnur sem hvert samfélag hefur til að byggja á. Þróa sína atvinnuvegi og ná samfélagslegum árangri. Þjóðin öll á að njóta auðlinda sinna og nýting þeirra á að vera með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Úr sjávarútvegi höfum við slæma reynslu af því að framselja nýtingu sameiginlegra auðlinda til útvalinna einstaklinga. Skuldsetning sjávarútvegs hefur með framsali aflaheimilda margfaldast og mörg sorgleg dæmi eru um það að einkahagsmunir hafi verið teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar, þar sem kvóti hefur verið seldur frá heilu byggðarlögunum. Það mikil gæfa að tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, eru enn að fullu í almannaeigu. Orkufyrirtækin gegna mikilvægu hlutverki sem liggur bæði í því að nýta mikilvægar auðlindir landsins, auk þess að veita mikilvæga grunnþjónustu. Nýting á sameiginlegum orkuauðlindum verður að vera sjálfbær og í sátt við umhverfið og ráðstöfun orkunnar verður að fara saman við þjóðarhagsmuni. Að fyrirtækin verði áfram í opinberri eigu er grundvöllur þess að tryggja að svo verði. Ekki er nóg að orkufyrirtækin hafi viðunandi hagnaðarvon af orkusölunni heldur ber okkur skylda til að beina notkuninni í þjóðhagslega hagkvæman farveg. Horfa verður til fjölbreytni, mannaflsþarfar og umhverfissjónarmiða þegar við horfum til uppbyggingar á raforkufrekum iðnaði. Sú grunnþjónusta sem Orkuveitan veitir, rafmagn, hitaveita, drykkjarvatn, gagnaveita og fráveita er þess eðlis að miklir samfélagslegir hagsmunir liggja í því að þessi starfsemi sé á hendi opinberra aðila sem hafa fyrst og fremst samfélagslega hagsmuni í fyrirrúmi. Einnig er mikilvægt að skýr pólitísk ábyrgð og pólitískt aðhald sé á þessum rekstri alveg eins og annarri samfélagsþjónustu sveitarfélaga. Einkarekstur og samkeppni hafa vissulega kosti fyrir uppgang í samfélaginu en einkarekstur er ekki sjálfkrafa betri en opinber rekstur. Sérstaklega þegar kemur að þáttum þar sem nauðsynlegt er að hagsmunir heildarinnar séu ávallt ofar einkahagsmunum, þetta á við um helstu innviði samfélagsins og sameiginlegar auðlindir. Fyrningarleiðin sem ríkistjórnin boðar, byggir á innköllun aflaheimilda yfir langan tíma og virkar þá eins og afskriftir aflaheimilda í bókhaldi útgerða, alveg eins og afskriftir skipa og annars búnaðar. Þetta er góð leið til að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við þurfum að passa að mistökin endurtaki sig ekki. Kreppan sem við nú göngum í gegnum má ekki verða til þess að við seljum frá okkur framtíðina. En velferð þjóða er nátengd því að þær nýti auðlindir sínar í þágu heildarinnar. Þetta verðum við að hafa hugfast þegar næstu skref verða tekin hvað varðar orkufyrirtækin okkar. Mikil tækifæri liggja í þeirri þekkingu sem við búum yfir á sviði umhverfisvænnar orkunýtingar. Þau tækifæri eiga til langrar framtíðar að nýtast þjóðinni allri. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um orkumál Hrunið ætti að hafa kennt okkur það að einkaaðilar fara ekki endilega betur en opinberir aðilar með fjármagn, fyrirtæki, orðspor eða auðlindir. Auðlindir þjóða geta aldrei verið einkamál fárra, þær eru lífsviðurværi þjóða, sá grunnur sem hvert samfélag hefur til að byggja á. Þróa sína atvinnuvegi og ná samfélagslegum árangri. Þjóðin öll á að njóta auðlinda sinna og nýting þeirra á að vera með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Úr sjávarútvegi höfum við slæma reynslu af því að framselja nýtingu sameiginlegra auðlinda til útvalinna einstaklinga. Skuldsetning sjávarútvegs hefur með framsali aflaheimilda margfaldast og mörg sorgleg dæmi eru um það að einkahagsmunir hafi verið teknir fram fyrir hagsmuni heildarinnar, þar sem kvóti hefur verið seldur frá heilu byggðarlögunum. Það mikil gæfa að tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, eru enn að fullu í almannaeigu. Orkufyrirtækin gegna mikilvægu hlutverki sem liggur bæði í því að nýta mikilvægar auðlindir landsins, auk þess að veita mikilvæga grunnþjónustu. Nýting á sameiginlegum orkuauðlindum verður að vera sjálfbær og í sátt við umhverfið og ráðstöfun orkunnar verður að fara saman við þjóðarhagsmuni. Að fyrirtækin verði áfram í opinberri eigu er grundvöllur þess að tryggja að svo verði. Ekki er nóg að orkufyrirtækin hafi viðunandi hagnaðarvon af orkusölunni heldur ber okkur skylda til að beina notkuninni í þjóðhagslega hagkvæman farveg. Horfa verður til fjölbreytni, mannaflsþarfar og umhverfissjónarmiða þegar við horfum til uppbyggingar á raforkufrekum iðnaði. Sú grunnþjónusta sem Orkuveitan veitir, rafmagn, hitaveita, drykkjarvatn, gagnaveita og fráveita er þess eðlis að miklir samfélagslegir hagsmunir liggja í því að þessi starfsemi sé á hendi opinberra aðila sem hafa fyrst og fremst samfélagslega hagsmuni í fyrirrúmi. Einnig er mikilvægt að skýr pólitísk ábyrgð og pólitískt aðhald sé á þessum rekstri alveg eins og annarri samfélagsþjónustu sveitarfélaga. Einkarekstur og samkeppni hafa vissulega kosti fyrir uppgang í samfélaginu en einkarekstur er ekki sjálfkrafa betri en opinber rekstur. Sérstaklega þegar kemur að þáttum þar sem nauðsynlegt er að hagsmunir heildarinnar séu ávallt ofar einkahagsmunum, þetta á við um helstu innviði samfélagsins og sameiginlegar auðlindir. Fyrningarleiðin sem ríkistjórnin boðar, byggir á innköllun aflaheimilda yfir langan tíma og virkar þá eins og afskriftir aflaheimilda í bókhaldi útgerða, alveg eins og afskriftir skipa og annars búnaðar. Þetta er góð leið til að vinda ofan af þeim mistökum sem gerð voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Við þurfum að passa að mistökin endurtaki sig ekki. Kreppan sem við nú göngum í gegnum má ekki verða til þess að við seljum frá okkur framtíðina. En velferð þjóða er nátengd því að þær nýti auðlindir sínar í þágu heildarinnar. Þetta verðum við að hafa hugfast þegar næstu skref verða tekin hvað varðar orkufyrirtækin okkar. Mikil tækifæri liggja í þeirri þekkingu sem við búum yfir á sviði umhverfisvænnar orkunýtingar. Þau tækifæri eiga til langrar framtíðar að nýtast þjóðinni allri. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar