Innlent

Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi

Annar þeirra sem lét lífið í umferðarslysi á Hafnarfjarðarveginum síðastliðinn föstudag hét Björn Björnsson. Hann var sextíu og tveggja ára og til heimilis í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig tvö börn og tvö fósturbörn.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins sem lést að svo stöddu . Þriðji maðurinn liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél.

Lögregla vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×