Innlent

Rannsaka akstur mannlauss bíls

Lögreglan á Selfossi grúskar nú í huldumannasögum og jafnvel draugasögum í von um að finna skýringu á því hvernig það mátti vera að bíl var ekið utan í annan bíl í Ölfusi í nótt, án þess að mannleg vera sæti þar undir stýri. Vitni að atvikinu vísuðu lögreglu á sporið en eigandi bílsins, sem var við skál þegar lögregla bankaði upp á heima hjá honum í nótt, þvertók fyrir að hafa ekið bílnum og kannaðist heldur ekki við að nokkur annar hafi gert það, né að bílnum hafi verið stolið og þar við situr þessa stundina. En til þess að hafa eitthvað þessa heims fast í hendi, handtók lögregla manninn, og vistar hann í fangageymslum þar til af honum rennur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×