Erlent

Neyðarlínusímtal Jacksons - upptaka

Síðasta myndin sem náðist af Michael Jackson.
Síðasta myndin sem náðist af Michael Jackson.

Slökkviliðið í Los Angeles sendi frá sér upptökuna af neyðarlínu símtali sem hringt var úr húsi Michael Jackson þegar hann missti meðvitund.

Í símtalinu heyrist ónafngreindur maður segja: „Hann andar ekki."

Starfsmaður neyðarlínunnar reynir að leiðbeina þeim er hringir hvernig framkvæma skuli hjartahnoð en þá svarar hann að búið sé að reyna slíkt án árangurs. Læknirinn hafi gert það.

Þegar maðurinn er spurður hvað hafi komið fyrir svarar hann að læknirinn einn hafi verið með honum þegar hann missti meðvitund.

Lögreglan í Los Angeles leitar nú að týndum lækni Michael Jackson's þar sem hún telur að hann geti gefið mikilvægar upplýsingar varðandi andlát söngvarans.

Hægt er að hlusta á upptökuna í heild með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×