Standa stólpar kynheilbrigðismála á brauðfótum? 5. nóvember 2009 06:00 Heildstæð stefnumótun í málefnum kynheilbrigðis hefur ekki verið mörkuð hér á landi. Vegna þessa eru enn meiri líkur á að við stöndum ekki vel að vígi til að takast á við afleiðingar kreppunnar hvað varðar kynheilbrigði. Í ljósi núverandi ástands er vert að líta til reynslu Svía af áhrifum efnahagskreppunnar þar í landi upp úr 1990 á kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu. Á þeim tíma var dregið mjög úr framlögum til kynfræðslu í sænskum skólum. Áratug síðar voru Svíar að súpa seyðið af þessari aðgerð þegar ýmsum vandamálum sem tengjast kynlífi og frjósemisheilbrigði fór fjölgandi. Skortur á stefnumótun og heildarsýn í kynfræðslu, forvörnum og kynheilbrigðismálum bitnar óneitanlega á þeim sem síst skyldi, börnum og unglingum. Því væri það verðugt verkefni að kanna áhrif efnahagshrunsins 2008 hér á landi á kynheilbrigði, ekki síst meðal ungs fólks. Árið 2000 lögðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Pan Am heilbrigðisstofnunin (PAHO) áherslu á nauðsyn þess að þjóðir heims legðu sitt af mörkum til að skapa kynferðislega heilbrigð samfélög. Slík samfélög grundvallast samkvæmt skýrslu þessara stofnana á átta máttarstólpum, en þeir eru pólitísk ábyrgð, skýr stefna, lög, rannsóknir, menntun og þjálfun þeirra sem veita fræðslu og þjónustu, góð kynfræðsla, menning og eftirlit. Saman mynda þessir máttarstólpar eða áhersluatriði grundvöllinn að kynferðislega heilbrigðu samfélagi. Þróun kynfræðslu og uppbygging kynheilbrigðisþjónustu hér á landi ber þess nokkur merki að heildstæða stefnumótun skorti í báðum þessum málaflokkum. Tökum nokkur dæmi. Pólitísk ábyrgð og skýr stefna eru fyrstu máttarstólparnir. Kynheilbrigði eða kynheilsa er ótvírætt einn af málaflokkum lýðheilsu, en er þó hvergi að finna í núverandi skipuriti Lýðheilsustöðvar. Kynsjúkdómavarnir heyra undir sóttvarnasvið landlæknisembættisins, en þær eru aðeins einn þáttur af mörgum sem heyra til kynheilbrigðismála. Svo virðist sem hendur Lýðheilsustöðvar séu bundnar eigi hún að geta tekist á við málaflokkinn kynheilbrigði nema lagabreytingar eða ný reglugerð um varnir gegn kynsjúkdómum komi til. Heilsuvísar kynheilbrigðis um árangur kynfræðslu, kynlífsráðgjafar og forvarna hafa til dæmis ekki verið tilgreindir hér á landi. Kynheilbrigðismál er heldur ekki að finna sem sérstakan málaflokk í heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2010. Þar eru sett fram markmið um að draga úr kynsjúkdómum, þungunum unglingsstúlkna og fóstureyðingum. Hins vegar fylgir henni engin ætlun um það hvernig framkvæma skuli áðurnefnd markmið. Þótt bæði heilbrigðisyfirvöld og Heilsugæslan í Reykjavík hafi sett fram markmið í því skyni að byggja upp kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga hafa enn engar framkvæmdaáætlanir verið settar fram um það hvernig staðið skuli að málum. Lög eru þriðji máttarstólpinn. Árið 1975 voru sett lög til að efla kynfræðslu og ráðgjöf um kynlíf í landinu og gáfu þau góð fyrirheit. Rúmum þrjátíu árum síðar er ljóst að minna hefur orðið um efndir en til stóð, til dæmis hvað varðar heildstæða kynfræðslu. Hvergi er að finna opinbera heildarsýn eða stefnumörkun í málefnum kynfræðslu fyrir kennara, stjórnendur skóla eða annað fagfólk, en slíkar leiðbeiningar má finna víða erlendis. Fimmti máttarstólpinn er menntun og þjálfun þeirra sem veita kynfræðslu og ráðgjöf. Í framhaldsskólum er kynfræðsla og ráðgjöf í málefnum kynheilbrigðis af skornum skammti. Þar hefur skólahjúkrunarfræðingum og forvarnafulltrúum í þeim skólum, þar sem slíka er að finna, ekki verið gefinn kostur á að sækja reglulega námskeið eða fá markvissa þjálfun til að sinna fræðslu og forvörnum í sambandi við málaflokkinn kynheilbrigði. Til dæmis er áberandi hvað kynfræðsla virðist brotakennd þegar litið yfir markmið kynfræðslu í námskrám grunn- og framhaldsskóla. Af þessu má sjá að máttarstólpar kynheilbrigðismála á Íslandi standa á brauðfótum. Hið opinbera á þó ekki eingöngu að ábyrgjast fræðslu og forvarnir á sviði kynheilbrigðis. Samhliða opinberri stefnumótun í kynheilbrigðismálum er það kostur að margvísleg grasrótarsamtök starfi á þessum vettvangi og að gott samstarf sé á milli þeirra og opinberra aðila. Þetta atriði heyrir undir sjöunda máttarstólpann, menningu. Í því felst að samfélög og félagslegar hreyfingar geta meðal annars stuðlað að opinni umræðu um heilbrigði í kynlífi og lagt sitt af mörkum í að styrkja máttarstólpa kynheilbrigðis. Stjórn Kynfræðifélag Íslands (Kynís), að mínu frumkvæði sem þáverandi formanns, hefur til dæmis beitt sér fyrir því að sett yrði á laggirnar háskólanám í kynfræði. Höfundur er hjúkrunar- og kynfræðingur á sviði kynfræðslu og sérfræðingur í klínískri kynfræði (NACS). Hún rekur Kynstur ráðgjafarstofu, sjá www.kynstur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Heildstæð stefnumótun í málefnum kynheilbrigðis hefur ekki verið mörkuð hér á landi. Vegna þessa eru enn meiri líkur á að við stöndum ekki vel að vígi til að takast á við afleiðingar kreppunnar hvað varðar kynheilbrigði. Í ljósi núverandi ástands er vert að líta til reynslu Svía af áhrifum efnahagskreppunnar þar í landi upp úr 1990 á kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu. Á þeim tíma var dregið mjög úr framlögum til kynfræðslu í sænskum skólum. Áratug síðar voru Svíar að súpa seyðið af þessari aðgerð þegar ýmsum vandamálum sem tengjast kynlífi og frjósemisheilbrigði fór fjölgandi. Skortur á stefnumótun og heildarsýn í kynfræðslu, forvörnum og kynheilbrigðismálum bitnar óneitanlega á þeim sem síst skyldi, börnum og unglingum. Því væri það verðugt verkefni að kanna áhrif efnahagshrunsins 2008 hér á landi á kynheilbrigði, ekki síst meðal ungs fólks. Árið 2000 lögðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Pan Am heilbrigðisstofnunin (PAHO) áherslu á nauðsyn þess að þjóðir heims legðu sitt af mörkum til að skapa kynferðislega heilbrigð samfélög. Slík samfélög grundvallast samkvæmt skýrslu þessara stofnana á átta máttarstólpum, en þeir eru pólitísk ábyrgð, skýr stefna, lög, rannsóknir, menntun og þjálfun þeirra sem veita fræðslu og þjónustu, góð kynfræðsla, menning og eftirlit. Saman mynda þessir máttarstólpar eða áhersluatriði grundvöllinn að kynferðislega heilbrigðu samfélagi. Þróun kynfræðslu og uppbygging kynheilbrigðisþjónustu hér á landi ber þess nokkur merki að heildstæða stefnumótun skorti í báðum þessum málaflokkum. Tökum nokkur dæmi. Pólitísk ábyrgð og skýr stefna eru fyrstu máttarstólparnir. Kynheilbrigði eða kynheilsa er ótvírætt einn af málaflokkum lýðheilsu, en er þó hvergi að finna í núverandi skipuriti Lýðheilsustöðvar. Kynsjúkdómavarnir heyra undir sóttvarnasvið landlæknisembættisins, en þær eru aðeins einn þáttur af mörgum sem heyra til kynheilbrigðismála. Svo virðist sem hendur Lýðheilsustöðvar séu bundnar eigi hún að geta tekist á við málaflokkinn kynheilbrigði nema lagabreytingar eða ný reglugerð um varnir gegn kynsjúkdómum komi til. Heilsuvísar kynheilbrigðis um árangur kynfræðslu, kynlífsráðgjafar og forvarna hafa til dæmis ekki verið tilgreindir hér á landi. Kynheilbrigðismál er heldur ekki að finna sem sérstakan málaflokk í heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins 2010. Þar eru sett fram markmið um að draga úr kynsjúkdómum, þungunum unglingsstúlkna og fóstureyðingum. Hins vegar fylgir henni engin ætlun um það hvernig framkvæma skuli áðurnefnd markmið. Þótt bæði heilbrigðisyfirvöld og Heilsugæslan í Reykjavík hafi sett fram markmið í því skyni að byggja upp kynheilbrigðisþjónustu fyrir unglinga hafa enn engar framkvæmdaáætlanir verið settar fram um það hvernig staðið skuli að málum. Lög eru þriðji máttarstólpinn. Árið 1975 voru sett lög til að efla kynfræðslu og ráðgjöf um kynlíf í landinu og gáfu þau góð fyrirheit. Rúmum þrjátíu árum síðar er ljóst að minna hefur orðið um efndir en til stóð, til dæmis hvað varðar heildstæða kynfræðslu. Hvergi er að finna opinbera heildarsýn eða stefnumörkun í málefnum kynfræðslu fyrir kennara, stjórnendur skóla eða annað fagfólk, en slíkar leiðbeiningar má finna víða erlendis. Fimmti máttarstólpinn er menntun og þjálfun þeirra sem veita kynfræðslu og ráðgjöf. Í framhaldsskólum er kynfræðsla og ráðgjöf í málefnum kynheilbrigðis af skornum skammti. Þar hefur skólahjúkrunarfræðingum og forvarnafulltrúum í þeim skólum, þar sem slíka er að finna, ekki verið gefinn kostur á að sækja reglulega námskeið eða fá markvissa þjálfun til að sinna fræðslu og forvörnum í sambandi við málaflokkinn kynheilbrigði. Til dæmis er áberandi hvað kynfræðsla virðist brotakennd þegar litið yfir markmið kynfræðslu í námskrám grunn- og framhaldsskóla. Af þessu má sjá að máttarstólpar kynheilbrigðismála á Íslandi standa á brauðfótum. Hið opinbera á þó ekki eingöngu að ábyrgjast fræðslu og forvarnir á sviði kynheilbrigðis. Samhliða opinberri stefnumótun í kynheilbrigðismálum er það kostur að margvísleg grasrótarsamtök starfi á þessum vettvangi og að gott samstarf sé á milli þeirra og opinberra aðila. Þetta atriði heyrir undir sjöunda máttarstólpann, menningu. Í því felst að samfélög og félagslegar hreyfingar geta meðal annars stuðlað að opinni umræðu um heilbrigði í kynlífi og lagt sitt af mörkum í að styrkja máttarstólpa kynheilbrigðis. Stjórn Kynfræðifélag Íslands (Kynís), að mínu frumkvæði sem þáverandi formanns, hefur til dæmis beitt sér fyrir því að sett yrði á laggirnar háskólanám í kynfræði. Höfundur er hjúkrunar- og kynfræðingur á sviði kynfræðslu og sérfræðingur í klínískri kynfræði (NACS). Hún rekur Kynstur ráðgjafarstofu, sjá www.kynstur.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar