Viðskipti innlent

ENNEMM kaupir þriðjungshlut í ABS fjölmiðlahúsi

ENNEMM hefur keypt þriðjungshlut í ABS fjölmiðlahúsi. ABS var stofnað 2001 af Hvíta húsinu og Íslensku auglýsingastofunni og skiptist eignarhald ABS nú jafnt milli þessara þriggja auglýsingastofa.

„Tilgangurinn með innkomu ENNEMM er að styrkja stöðu ABS og ná fram enn frekari hagræðingu við kaup á birtingum og nauðsynlegum rannsóknum fyrir hönd viðskiptavina," segir Guðmundur St. Maríusson framkvæmdastjóri ABS í tilkynningu um málið.

Fram að þessu hefur ABS rekið eina starfsstöð en nú breytist það og mun nú reka þrjár starfsstöðvar, það er hjá framangreindum þremur auglýsingastofum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×