Umfjöllun: Glæsilegur fyrri hálfleikur dugði til sigurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2009 16:37 Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði fimm mörk í dag, þar af eitt úr víti. Mynd/Anton Ísland vann í dag afar mikilvægan sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010 í dag. Miðað við fyrri hálfleikinn hefði sigurinn mátt vera stærri. Hefði Ísland ekki unnið í leikinn í dag væru möguleikarnir á að komast áfram í lokakeppnina í Danmörku og Noregi á næsta ári nánast úr sögunni. En með sigrinum er staða Íslands í riðlinum góð. Ísland er auk Austurríkis með Bretlandi og Frakklandi í riðli. Frakkar eru taldir með sterkasta liðið í riðlinum og líklegast að baráttan standi á milli Íslands og Austurríkis um hvort liðið fylgi Frökkum í úrslitakeppnina. Ísland átti frábæran fyrri hálfleik og náði þá níu marka forystu. Hins vegar var síðari hálfleikur langt í frá jafn góður og fór um margan þegar Austurríki náði að minnka muninn í þrjú mörk og enn tæpar níu mínútur til leiksloka. En til allra lukku náðu íslensku leikmennirnir sér aftur á strik og kláruðu leikinn með miklum sóma. Rakel Dögg Bragadóttir var fjarverandi vegna meiðsla og munar um minna í íslenska landsliðinu. En fljótlega var ljóst að þeir leikmenn sem voru mættir inn á völlinn voru með einbeitinguna og viljann í góðu lagi. Snemma varð ljóst að íslenska vörnin var mjög föst fyrir og gekk austurríska liðinu erfitt að finna glufur á henni. Íslenska liðið virtist þó í fyrstu nokkuð taugaóstyrkt í sókninni en það varði í aðeins nokkrar mínútur. Staðan var 5-5 eftir tíu mínútna leik og þá tók við hreint út sagt ótrúlegur leikkafli. Ísland breytti stöðunni í 8-5 með þremur mörkum á sömu mínútunni og hrreinlega keyrðu yfir austurríska liðið með gríðarlega sterkum varnarleik og afar hröðum og vel skipulögðum sóknarleik. Á þessum 20 mínútum skoraði Ísland fjórtán mörk gegn fimm frá gestunum. Þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir voru afar harðar í horn að taka í vörninni og þá var Ásta Birna Gunnarsdóttir sívinnandi sem framliggjandi varnarmaður. Hún gaf þeim austurrísku aldrei stundarfrið. Þá komu varamenn eins og Stella Sigurðardóttir og Rut Jónsdóttir inn í sóknarleik íslenska liðsins með mjög öflugum hætti. Það virtist allt enda í austurríska markinu, sama hver skaut eða úr hvaða færi. Austurríska liðið breytti um gír í síðari hálfleik og fór að spila mjög framliggjandi 3-2-1 vörn sem íslenska liðið lenti í tómum vandræðum með. Harpa Sif fékk fljótlega að líta sína þriðju brottvísun í leiknum og þar með rautt. Hún varð samt markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af fimm í fyrri hálfleik. Sóknarleikur íslenska liðsins hrundi og nú var komið að þeim austurrísku að sækja hratt fram og raða inn mörkunum. Sem fyrr segir komust þær mest í þriggja marka mun en mestu munaði um frammistöðu Berglindar Írisar Hansdóttur í markinu. Hún varði í síðari hálfleik nokkur afar mikilvæg skot og hélt þeim austurrísku í hæfilegri fjarlægð. Þegar um fimm mínútur voru eftir og munurinn þrjú mörk skoraði íslenska liðið þrjú mörk í röð. Austurríki skoraði hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og þar við sat. Markamunur gæti spilað stórt hlutverk í lokastöðu riðilsins. Ef Ísland og Austurríki verða jöfn að stigum í lok riðlakeppninnar ræður markatala í innbyrðisviðureignum. Það er því vonandi að það verði nóg að hafa unnið fjögurra marka sigur í dag. Ísland - Austurríki 29 - 25 Mörk Íslands (skot): Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6 (9), Hrafnhildur Skúladóttir 5/1 (8/1), Hanna G. Stefánsdóttir 5/1 (9/1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (6), Rut Jónsdóttir 3 (3), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1), Stella Sigurðardóttir 1 (3), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (5).Varin skot: Berglind Hansdóttir 13/1 (37/4, 35%), Íris Björk Símonardóttir 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 10 (Hanna G. 3, Hrafnhildur 2, Anna Úrsúla 2, Karen 1, Harpa Sif 1, Ásta Birna 1).Fiskuð víti: 2 (Anna Úrsúla 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Austurríkis (skot): Gorica Acimovic 7/2 (16/3), Katrin Engel 6/1 (13/2), Simona Spiridon 4 (6), Katharina Doppler 2 (2), Isabel Plach 2 (2), Stephanie Subke 2 (3), Marina Budecevic 1 (2), Beate Scheffknecht 1 (3), Nina Stumvoll (1).Varin skot: Petra Blazek 5 (21/1, 24%), Natascha Schilk 4 (17/1, 24%).Hraðaupphlaup: 7 (Acimovic 4, Scheffknecht 1, Budecevic 1, Plach 1).Fiskuð víti: 5 (Spiridon 4, Plach 1).Utan vallar: 2 mínútur. Handbolti Tengdar fréttir Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag. 18. október 2009 19:40 Anna Úrsúla: Var upp á líf og dauða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti sannkallaðan stórleik er Ísland vann í dag sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010. 18. október 2009 19:28 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Sjá meira
Ísland vann í dag afar mikilvægan sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010 í dag. Miðað við fyrri hálfleikinn hefði sigurinn mátt vera stærri. Hefði Ísland ekki unnið í leikinn í dag væru möguleikarnir á að komast áfram í lokakeppnina í Danmörku og Noregi á næsta ári nánast úr sögunni. En með sigrinum er staða Íslands í riðlinum góð. Ísland er auk Austurríkis með Bretlandi og Frakklandi í riðli. Frakkar eru taldir með sterkasta liðið í riðlinum og líklegast að baráttan standi á milli Íslands og Austurríkis um hvort liðið fylgi Frökkum í úrslitakeppnina. Ísland átti frábæran fyrri hálfleik og náði þá níu marka forystu. Hins vegar var síðari hálfleikur langt í frá jafn góður og fór um margan þegar Austurríki náði að minnka muninn í þrjú mörk og enn tæpar níu mínútur til leiksloka. En til allra lukku náðu íslensku leikmennirnir sér aftur á strik og kláruðu leikinn með miklum sóma. Rakel Dögg Bragadóttir var fjarverandi vegna meiðsla og munar um minna í íslenska landsliðinu. En fljótlega var ljóst að þeir leikmenn sem voru mættir inn á völlinn voru með einbeitinguna og viljann í góðu lagi. Snemma varð ljóst að íslenska vörnin var mjög föst fyrir og gekk austurríska liðinu erfitt að finna glufur á henni. Íslenska liðið virtist þó í fyrstu nokkuð taugaóstyrkt í sókninni en það varði í aðeins nokkrar mínútur. Staðan var 5-5 eftir tíu mínútna leik og þá tók við hreint út sagt ótrúlegur leikkafli. Ísland breytti stöðunni í 8-5 með þremur mörkum á sömu mínútunni og hrreinlega keyrðu yfir austurríska liðið með gríðarlega sterkum varnarleik og afar hröðum og vel skipulögðum sóknarleik. Á þessum 20 mínútum skoraði Ísland fjórtán mörk gegn fimm frá gestunum. Þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Harpa Sif Eyjólfsdóttir voru afar harðar í horn að taka í vörninni og þá var Ásta Birna Gunnarsdóttir sívinnandi sem framliggjandi varnarmaður. Hún gaf þeim austurrísku aldrei stundarfrið. Þá komu varamenn eins og Stella Sigurðardóttir og Rut Jónsdóttir inn í sóknarleik íslenska liðsins með mjög öflugum hætti. Það virtist allt enda í austurríska markinu, sama hver skaut eða úr hvaða færi. Austurríska liðið breytti um gír í síðari hálfleik og fór að spila mjög framliggjandi 3-2-1 vörn sem íslenska liðið lenti í tómum vandræðum með. Harpa Sif fékk fljótlega að líta sína þriðju brottvísun í leiknum og þar með rautt. Hún varð samt markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af fimm í fyrri hálfleik. Sóknarleikur íslenska liðsins hrundi og nú var komið að þeim austurrísku að sækja hratt fram og raða inn mörkunum. Sem fyrr segir komust þær mest í þriggja marka mun en mestu munaði um frammistöðu Berglindar Írisar Hansdóttur í markinu. Hún varði í síðari hálfleik nokkur afar mikilvæg skot og hélt þeim austurrísku í hæfilegri fjarlægð. Þegar um fimm mínútur voru eftir og munurinn þrjú mörk skoraði íslenska liðið þrjú mörk í röð. Austurríki skoraði hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og þar við sat. Markamunur gæti spilað stórt hlutverk í lokastöðu riðilsins. Ef Ísland og Austurríki verða jöfn að stigum í lok riðlakeppninnar ræður markatala í innbyrðisviðureignum. Það er því vonandi að það verði nóg að hafa unnið fjögurra marka sigur í dag. Ísland - Austurríki 29 - 25 Mörk Íslands (skot): Harpa Sif Eyjólfsdóttir 6 (9), Hrafnhildur Skúladóttir 5/1 (8/1), Hanna G. Stefánsdóttir 5/1 (9/1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (6), Rut Jónsdóttir 3 (3), Karen Knútsdóttir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1), Stella Sigurðardóttir 1 (3), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (5).Varin skot: Berglind Hansdóttir 13/1 (37/4, 35%), Íris Björk Símonardóttir 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 10 (Hanna G. 3, Hrafnhildur 2, Anna Úrsúla 2, Karen 1, Harpa Sif 1, Ásta Birna 1).Fiskuð víti: 2 (Anna Úrsúla 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Austurríkis (skot): Gorica Acimovic 7/2 (16/3), Katrin Engel 6/1 (13/2), Simona Spiridon 4 (6), Katharina Doppler 2 (2), Isabel Plach 2 (2), Stephanie Subke 2 (3), Marina Budecevic 1 (2), Beate Scheffknecht 1 (3), Nina Stumvoll (1).Varin skot: Petra Blazek 5 (21/1, 24%), Natascha Schilk 4 (17/1, 24%).Hraðaupphlaup: 7 (Acimovic 4, Scheffknecht 1, Budecevic 1, Plach 1).Fiskuð víti: 5 (Spiridon 4, Plach 1).Utan vallar: 2 mínútur.
Handbolti Tengdar fréttir Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag. 18. október 2009 19:40 Anna Úrsúla: Var upp á líf og dauða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti sannkallaðan stórleik er Ísland vann í dag sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010. 18. október 2009 19:28 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Sjá meira
Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag. 18. október 2009 19:40
Anna Úrsúla: Var upp á líf og dauða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir átti sannkallaðan stórleik er Ísland vann í dag sigur á Austurríki, 29-25, í undankeppni EM 2010. 18. október 2009 19:28