Lýðskrumið í Davíð Oddssyni nær nýjum lægðum Friðrik Indriðason skrifar 4. júlí 2009 21:13 Það er með ólíkindum að heyra Davíð Oddsson segja að Icesave-klúðrið sé núverandi stjórn að kenna. Þá stöðu sem þjóðin er í má nær alfarið skrifa á hans eigin reikning og þess flokks sem hann stjórnaði um langt skeið. Raunar viðurkennir Davíð í viðtali við Morgunblaðið að hann beri sjálfur að mestu sök á Icesave, fyrir utan Landsbankastjórnina sjálfa. Í viðtalinu segir Davíð að hann hafi varað bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, á fundi í Seðlabankanum snemma árs 2008 að þær væru að koma Björgólfi Guðmundssyni í gjaldþrot en mættu ekki koma íslensku þjóðinni í sömu stöðu. Davíð Oddsson réð því sem hann vildi ráða í Seðlabankanum þrátt fyrir takmarkað vit á fjármálastarfsemi. Samt sem áður ákvað bankinn í mars á síðasta ári að afnema bindiskylduna á íslenskum útibúum erlendis. Þar með leyfði Davíð Landsbankamönnum að flæða með Icesave reikninga sína yfir Holland með afleiðingum sem allir þekkja. Hann sumsé leyfði þeim Halldóri og Sigurjóni ekki bara að setja Björgólf á hausinn heldur þjóðina alla. Eftir að hafa sagt í viðtalinu að við berum ekki ábyrgð á Icesave og að Bretar og Hollendingar geti bara sótt sinn rétt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kemur þessi tilvitnun undir lok viðtalsins. „Á þessum fundi í Seðlabankanum var ítrekuð sú afstaða Seðlabankans að Landsbankinn gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkisábyrgð á Íslandi, ríkisábyrgð sem ekki einn einasti alþingismaður hefði hugmynd um að væri verið að búa til." Nákvæmlega. Davíð er hinsvegar ekki látinn svara þeirri óþægilegu spurningu í framhaldinu af hverju hann stoppaði þetta ekki sjálfur eins og honum var í lófa lagið að gera. Til dæmis með aukinni bindiskyldu, í stað afnáms, hertari reglum um lausafjárstöðu og fleiri ráðum sem Seðlabankanum voru tiltæk. Í þessu sambandi má nefna reynslu Líbanon sem er eina þjóð heimsins sem sloppið hefur algerlega við fjármálakreppuna. Sjá hér: /g/2008189316953. En það er kannski af því að Riad Salameh hlaut stöðu sína í krafti menntunnar en ekki pólitískra tengsla. Það er rétt hjá Davíð Oddssyni að Icesave er versti samningur sem Ísland hefur gert frá Gamla sáttmála árið 1264 þegar landið gekk Noregskonungi á hönd. Hann ætti einnig að átta sig á því að höfnun á Icesave þýðir einfaldlega að við neyðumst til að endurnýja Gamla sáttmála. Ef ekki við Noreg þá einhverja aðra þjóð sem væri reiðubúin að taka þrotabúið Ísland upp á sína arma. Það er kominn tími til að þjóðin fá frí frá Davíð Oddssyni enda hefur hann engar raunhæfar lausnir fram að færa. Honum á að leyfast að dunda við það í ellinni að rækta garðinn sinn í friði frá dægurþrasi dagsins. Svona svipað og Don Corleone í lokaatriðum myndarinnar The Godfather. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að heyra Davíð Oddsson segja að Icesave-klúðrið sé núverandi stjórn að kenna. Þá stöðu sem þjóðin er í má nær alfarið skrifa á hans eigin reikning og þess flokks sem hann stjórnaði um langt skeið. Raunar viðurkennir Davíð í viðtali við Morgunblaðið að hann beri sjálfur að mestu sök á Icesave, fyrir utan Landsbankastjórnina sjálfa. Í viðtalinu segir Davíð að hann hafi varað bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, á fundi í Seðlabankanum snemma árs 2008 að þær væru að koma Björgólfi Guðmundssyni í gjaldþrot en mættu ekki koma íslensku þjóðinni í sömu stöðu. Davíð Oddsson réð því sem hann vildi ráða í Seðlabankanum þrátt fyrir takmarkað vit á fjármálastarfsemi. Samt sem áður ákvað bankinn í mars á síðasta ári að afnema bindiskylduna á íslenskum útibúum erlendis. Þar með leyfði Davíð Landsbankamönnum að flæða með Icesave reikninga sína yfir Holland með afleiðingum sem allir þekkja. Hann sumsé leyfði þeim Halldóri og Sigurjóni ekki bara að setja Björgólf á hausinn heldur þjóðina alla. Eftir að hafa sagt í viðtalinu að við berum ekki ábyrgð á Icesave og að Bretar og Hollendingar geti bara sótt sinn rétt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur kemur þessi tilvitnun undir lok viðtalsins. „Á þessum fundi í Seðlabankanum var ítrekuð sú afstaða Seðlabankans að Landsbankinn gæti ekki safnað peningum endalaust erlendis og við þá söfnun skapaðist sjálfkrafa ríkisábyrgð á Íslandi, ríkisábyrgð sem ekki einn einasti alþingismaður hefði hugmynd um að væri verið að búa til." Nákvæmlega. Davíð er hinsvegar ekki látinn svara þeirri óþægilegu spurningu í framhaldinu af hverju hann stoppaði þetta ekki sjálfur eins og honum var í lófa lagið að gera. Til dæmis með aukinni bindiskyldu, í stað afnáms, hertari reglum um lausafjárstöðu og fleiri ráðum sem Seðlabankanum voru tiltæk. Í þessu sambandi má nefna reynslu Líbanon sem er eina þjóð heimsins sem sloppið hefur algerlega við fjármálakreppuna. Sjá hér: /g/2008189316953. En það er kannski af því að Riad Salameh hlaut stöðu sína í krafti menntunnar en ekki pólitískra tengsla. Það er rétt hjá Davíð Oddssyni að Icesave er versti samningur sem Ísland hefur gert frá Gamla sáttmála árið 1264 þegar landið gekk Noregskonungi á hönd. Hann ætti einnig að átta sig á því að höfnun á Icesave þýðir einfaldlega að við neyðumst til að endurnýja Gamla sáttmála. Ef ekki við Noreg þá einhverja aðra þjóð sem væri reiðubúin að taka þrotabúið Ísland upp á sína arma. Það er kominn tími til að þjóðin fá frí frá Davíð Oddssyni enda hefur hann engar raunhæfar lausnir fram að færa. Honum á að leyfast að dunda við það í ellinni að rækta garðinn sinn í friði frá dægurþrasi dagsins. Svona svipað og Don Corleone í lokaatriðum myndarinnar The Godfather.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun