Innlent

Yfirlýsing Jónasar Fr. Jónssonar

„Þegar undirritaður lét af störfum forstjóra FME var rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra. Fundargerðir svonefnds samráðshóps voru fyrirliggjandi í skjalavörslu FME og það kunnugt viðeigandi starfsmönnum. Jafnframt benti undirritaður rannsakendum á að kynna sér fundargerðir samráðshópsins. Það er annarra að svara fyrir framkvæmd og ákvarðanatöku við rannsókn sem átti sér stað í tæpa 4 mánuði eftir að ég vék úr starfi, og lauk þá án frekari aðgerða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×