Handbolti

Logi spilaði loksins - skoraði þrjú mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Geirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Logi Geirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán

Logi Geirsson skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik eftir langvarandi meiðsli er Lemgo vann öruggan sigur á Dormagen, 38-26 í dag.

Logi hefur ekki spilað síðan hann meiddist á öxl í febrúar síðastliðnum en hann fékk loksins grænt ljós frá læknum Lemgo og gat því spilað í dag.

Lemgo kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum í dag en liðið er með sautján stig eftir tólf leiki, rétt eins og Rhein-Neckar Löwen og Göppingen.

Dormagen er hins vegar í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×