Skoðanabann, tjáningarbann og hlustunarbann? 5. nóvember 2009 06:00 Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa að undanförnu fengið á sig mikla áróðursherferð. Gert er mikið úr því að þessir aðilar vinnumarkaðarins séu ekki kjörnir á Alþingi og eigi því ekki að skipta sér af störfum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Þessi áróðursherferð tengist sérstaklega andstöðu Samtaka atvinnulífsins við áætlanir um nýja séríslenska skatta, orku-, umhverfis- og auðlindagjöld, sem hafa sett fjárfestingaráform í orkufrekri atvinnustarfsemi í uppnám. Nú hefur ríkisstjórnin sett fram fjárlagafrumvarp og helstu forsendur þess eru m.a. að fjárfestingar í álverunum í Straumsvík og Helguvík og tilheyrandi virkjana- og línuframkvæmdir fari í fullan gang. Ennfremur hangir uppbygging gagnavera og annarrar orkufrekrar starfsemi, s.s. sólarkísilframleiðslu, á því að uppbygging orkuframleiðslu og orkudreifingar stöðvist ekki. Verði ekkert af þessum stóru fjárfestingum í atvinnulífinu verður ekki einungis mun meira atvinnuleysi en nú er miðað við, þúsundir fá ekki vinnu og mörg fyrirtæki lognast útaf, heldur dregst landsframleiðslan aftur verulega saman og tekjuöflun ríkisins sömuleiðis. Það er ávísun á ennþá meiri skattahækkanir og frekari niðurskurð. Samtök atvinnulífsins eru hvorki í ríkisstjórn né á Alþingi heldur eru þau langstærstu samtök fyrirtækja í landinu, smárra sem stórra. Hlutverk SA er að gera kjarasamninga við verkalýðsfélögin og vinna að bættum starfsskilyrðum alls atvinnulífsins. Við gerð kjarasamninga koma starfsskilyrði atvinnulífsins óhjákvæmilega til umfjöllunar því að þau marka þann grunn sem launahækkanir til starfsfólks fyrirtækja hvíla á. Hingað til hefur það verið talið jákvætt að ríkisstjórnir eigi gott samstarf við Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og aðra hlutaðeigandi vegna þeirra breytinga sem eru á döfinni vegna starfsskilyrða fyrirtækja og hags fólksins í landinu. Venjulega hafa ríkisstjórnir talið sig hafa þau sameiginlegu markmið með aðilum vinnumarkaðarins að bæta starfsskilyrði fyrirtækja og möguleika þeirra til að skapa ný störf og hækka laun. Áróðursherferðin núna gegn bæði Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands gengur hins vegar út á að andstaða gegn óskynsamlegum skattahækkunum sem koma í veg fyrir fjárfestingar og aukna atvinnu sé ólýðræðisleg og sérstök tjónkun við tiltekin fyrirtæki. Samt er ljóst að stóraukið atvinnuleysi, tekjumissir, fleiri gjaldþrot fyrirtækja og frekari skattahækkanir munu bitna á öllum almenningi og öllum fyrirtækjum. Þau stórfyrirtæki sem hætta við að fjárfesta á Íslandi hafa nóg tækifæri annars staðar í heiminum. Reyndar er samkeppni um að fá þessi fyrirtæki til annarra landa en Íslands. Þau þurfa ekkert á Íslandi að halda vegna sinnar starfsemi eða vaxtar. Ef ríkisstjórnin fælir þau frá með sköttum sem eru gegn anda eða bókstaf þeirra fjárfestingarsamninga sem gerðir hafa verið við þau verður framtíðaruppbygging þessara fyrirtækja í öðrum löndum og seglin verða dregin saman hér á landi. Samtök atvinnulífsins hafa þá skyldu gagnvart öllum fyrirtækjum á Íslandi að benda á skaðsemi þess að fæla burt erlenda fjárfesta og hafa atvinnu af fólki og verkefni af fyrirtækjum. Þess vegna andmæla Samtök atvinnulífsins þeim áróðri að þau eigi að fara í skoðanabann og tjáningarbann í þessu máli. En ætlar ríkisstjórnin að fallast á að fara í hlustunarbann vegna þessa máls? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa að undanförnu fengið á sig mikla áróðursherferð. Gert er mikið úr því að þessir aðilar vinnumarkaðarins séu ekki kjörnir á Alþingi og eigi því ekki að skipta sér af störfum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Þessi áróðursherferð tengist sérstaklega andstöðu Samtaka atvinnulífsins við áætlanir um nýja séríslenska skatta, orku-, umhverfis- og auðlindagjöld, sem hafa sett fjárfestingaráform í orkufrekri atvinnustarfsemi í uppnám. Nú hefur ríkisstjórnin sett fram fjárlagafrumvarp og helstu forsendur þess eru m.a. að fjárfestingar í álverunum í Straumsvík og Helguvík og tilheyrandi virkjana- og línuframkvæmdir fari í fullan gang. Ennfremur hangir uppbygging gagnavera og annarrar orkufrekrar starfsemi, s.s. sólarkísilframleiðslu, á því að uppbygging orkuframleiðslu og orkudreifingar stöðvist ekki. Verði ekkert af þessum stóru fjárfestingum í atvinnulífinu verður ekki einungis mun meira atvinnuleysi en nú er miðað við, þúsundir fá ekki vinnu og mörg fyrirtæki lognast útaf, heldur dregst landsframleiðslan aftur verulega saman og tekjuöflun ríkisins sömuleiðis. Það er ávísun á ennþá meiri skattahækkanir og frekari niðurskurð. Samtök atvinnulífsins eru hvorki í ríkisstjórn né á Alþingi heldur eru þau langstærstu samtök fyrirtækja í landinu, smárra sem stórra. Hlutverk SA er að gera kjarasamninga við verkalýðsfélögin og vinna að bættum starfsskilyrðum alls atvinnulífsins. Við gerð kjarasamninga koma starfsskilyrði atvinnulífsins óhjákvæmilega til umfjöllunar því að þau marka þann grunn sem launahækkanir til starfsfólks fyrirtækja hvíla á. Hingað til hefur það verið talið jákvætt að ríkisstjórnir eigi gott samstarf við Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og aðra hlutaðeigandi vegna þeirra breytinga sem eru á döfinni vegna starfsskilyrða fyrirtækja og hags fólksins í landinu. Venjulega hafa ríkisstjórnir talið sig hafa þau sameiginlegu markmið með aðilum vinnumarkaðarins að bæta starfsskilyrði fyrirtækja og möguleika þeirra til að skapa ný störf og hækka laun. Áróðursherferðin núna gegn bæði Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands gengur hins vegar út á að andstaða gegn óskynsamlegum skattahækkunum sem koma í veg fyrir fjárfestingar og aukna atvinnu sé ólýðræðisleg og sérstök tjónkun við tiltekin fyrirtæki. Samt er ljóst að stóraukið atvinnuleysi, tekjumissir, fleiri gjaldþrot fyrirtækja og frekari skattahækkanir munu bitna á öllum almenningi og öllum fyrirtækjum. Þau stórfyrirtæki sem hætta við að fjárfesta á Íslandi hafa nóg tækifæri annars staðar í heiminum. Reyndar er samkeppni um að fá þessi fyrirtæki til annarra landa en Íslands. Þau þurfa ekkert á Íslandi að halda vegna sinnar starfsemi eða vaxtar. Ef ríkisstjórnin fælir þau frá með sköttum sem eru gegn anda eða bókstaf þeirra fjárfestingarsamninga sem gerðir hafa verið við þau verður framtíðaruppbygging þessara fyrirtækja í öðrum löndum og seglin verða dregin saman hér á landi. Samtök atvinnulífsins hafa þá skyldu gagnvart öllum fyrirtækjum á Íslandi að benda á skaðsemi þess að fæla burt erlenda fjárfesta og hafa atvinnu af fólki og verkefni af fyrirtækjum. Þess vegna andmæla Samtök atvinnulífsins þeim áróðri að þau eigi að fara í skoðanabann og tjáningarbann í þessu máli. En ætlar ríkisstjórnin að fallast á að fara í hlustunarbann vegna þessa máls? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar