Erlent

Fann þá í fjöru

Óli Tynes skrifar
Icy Mist á strandstað.
Icy Mist á strandstað. MYND/AP

Þyrla bandarísku strandgæslunnar hangir á þessari mynd yfir krabbaveiðibátnum Icy Mist sem strandaði undir bjargi á Akutan eyju í Alaska á miðvikudag.

Þetta er hættulegur staður þar sem myndast mikið brim á flóði. Brimið hefur sundrað mörgum bátum með því að berja þeim utan í klettana.

Fjögurra manna áhöfn bátsins lét sig síga niður í fjöruna í krabbakörfum og komust á stað þar sem þyrlan gat híft þá upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×