Handbolti

Rúnar með fimm í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kárason, til hægri, í leik með Füchse Berlin.
Rúnar Kárason, til hægri, í leik með Füchse Berlin. Nordic Photos / Bongarts

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk fyrir Füchse Berlin sem vann góðan útisigur á Melsungen, 31-25, í kvöld.

Þetta var fimmti útivallarsigur Füchse Berlínar á leiktíðinni en fyrr í kvöld gerðu Íslendingaliðin Lübbecke og Hannover-Burgdorf jafntefli, 24-24.

Þórir Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Lübbecke og Heiðmar Felixsson eitt. Hjá Hannover-Burgdorf skopraði Hannes Jón Jónsson fjögur mörk.

Füchse Berlin kom sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Liðið er með fjórtán stig, sjö stigum á eftir toppliði Kiel.

Lübbecke er í tólfta sæti með níu stig og Hannover-Burgdorf með fimm stig í sextánda sæti.

Einnig var spilað í Sviss í dag. Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten Schaffhausen unnu öruggan útisigur á Endingen, 40-25. Kadetten er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir tólf leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×