Fyrir hverja eru húsaleigubætur? 23. desember 2009 06:00 Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar um húsaleigubætur. Fyrir 12 árum voru lög um húsaleigubætur samþykkt á alþingi með 58 atkvæðum. Frumvarp til þessarar lagasetningar var sett fram, vonandi í þeirri trú að þessi lög myndu jafna aðgengi fjölskyldna að hentugu húsnæði. En markmið laganna samkvæmt 1. gr. „er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði". Tilgangur þessara laga var því nokkuð göfugur, en mögulega eitthvað vanhugsaður. Ef litið er til þróunar húsaleigu á almennum markaði frá gildistöku laganna verður það skýrt hverjum sem það vill sjá að þessar bætur renna ekki til tekjulágra fjölskyldna. Þess í stað færist hluti af skatttekjum hins opinbera í vasa þeirra efnameiri. Leiguverð á almennum markaði hefur hækkað hlutfallslega meira á umræddum tíma en þær vísitölur sem helst er hægt að miða við. Á þessum tíma hefur byggingavísitala hækkað um 121%, vísitala neysluverðs til verðtryggingar hefur hækkað um 96% og fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað um 207%. Við gildistöku laganna var meðal leiga á 3 herbergja íbúð í Reykjavík um 33.000 og ef hún myndi fylgja ofangreindum vísitölum ætti sambærileg leiga í dag að vera á bilinu 65-100.000 kr. Samkvæmt lauslegri könnun telst meðalleiga á 3 herbergja íbúð í dag vera um 120.000 kr. sem er 20-55.000 (20-85%) krónum umfram rökstudda hækkun. En af hverju hefur húsaleiga hækkað svona umfram það sem eðlilegt getur talist? Einn þáttur sem undirritaður telur að eigi þátt í þessari þróun er sú staðreynd að á sama tíma hefur „innkoma" leigutaka hækkað sem nemur húsaleigubótum. Húsaleigubæturnar fara með öðrum orðum beina leið til leigusalans. Þannig er í raun ekki verið að aðstoða leigutakana og enn síður verið að jafna aðstöðumun. Í raun var búið til kerfi sem hækkar greiðslugetu eftirspurnarhluta leigumarkaðarins til hagsbóta fyrir framboðshlutann. Þannig hefur lagafrumvarp sem var sett fram í þeim tilgangi að jafna hlut tekjulágra hækkað leigu á almennum markaði. Eftir sitja þeir sem eru á leigumarkaði og fá ekki fullar húsaleigubætur og þurfa því í raun að greiða hærri leigu en eðlilegt getur talist. Ég ætla ekki að fara djúpt í það hvað eðlilegt leiguverð ætti að vera því ég tel best að framboð og eftirspurn ráði þar mestu óafskipt af hinu opinbera. Til viðmiðunar er ágætt að hugsa sér hver eðlileg ávöxtunarkrafa á fjárfestingu í fasteign sé. Ef litið er til langs tíma (20-30 ár) hækkar fasteign að jafnaði um 1-2% umfram verðlag. Ef miðað er við 5% ávöxtunarkröfu á 20 milljóna fjárfestingu í 3 herbergja íbúð í Reykjavík væri húsaleigan 80-100 þúsund að meðtöldum u.þ.b. 14.000 kr. í fjármagnstekjuskatt, sem er efni í aðra grein. Það lætur nærri að segja að meðalleiga á almennum markaði sé í dag þessi upphæð að viðbættum húsaleigubótunum. Sama hefur gerst þar sem hið opinbera er að blanda sér með styrkjum í það sem ætti að vera unnið á markaðslögmálum og ber þar helst að nefna vaxtabætur sem ganga beint inn í greiðslumat og leiða þar með til hærra fasteignaverðs. Höfundur er véltæknifræðingur og leigutaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar um húsaleigubætur. Fyrir 12 árum voru lög um húsaleigubætur samþykkt á alþingi með 58 atkvæðum. Frumvarp til þessarar lagasetningar var sett fram, vonandi í þeirri trú að þessi lög myndu jafna aðgengi fjölskyldna að hentugu húsnæði. En markmið laganna samkvæmt 1. gr. „er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði". Tilgangur þessara laga var því nokkuð göfugur, en mögulega eitthvað vanhugsaður. Ef litið er til þróunar húsaleigu á almennum markaði frá gildistöku laganna verður það skýrt hverjum sem það vill sjá að þessar bætur renna ekki til tekjulágra fjölskyldna. Þess í stað færist hluti af skatttekjum hins opinbera í vasa þeirra efnameiri. Leiguverð á almennum markaði hefur hækkað hlutfallslega meira á umræddum tíma en þær vísitölur sem helst er hægt að miða við. Á þessum tíma hefur byggingavísitala hækkað um 121%, vísitala neysluverðs til verðtryggingar hefur hækkað um 96% og fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað um 207%. Við gildistöku laganna var meðal leiga á 3 herbergja íbúð í Reykjavík um 33.000 og ef hún myndi fylgja ofangreindum vísitölum ætti sambærileg leiga í dag að vera á bilinu 65-100.000 kr. Samkvæmt lauslegri könnun telst meðalleiga á 3 herbergja íbúð í dag vera um 120.000 kr. sem er 20-55.000 (20-85%) krónum umfram rökstudda hækkun. En af hverju hefur húsaleiga hækkað svona umfram það sem eðlilegt getur talist? Einn þáttur sem undirritaður telur að eigi þátt í þessari þróun er sú staðreynd að á sama tíma hefur „innkoma" leigutaka hækkað sem nemur húsaleigubótum. Húsaleigubæturnar fara með öðrum orðum beina leið til leigusalans. Þannig er í raun ekki verið að aðstoða leigutakana og enn síður verið að jafna aðstöðumun. Í raun var búið til kerfi sem hækkar greiðslugetu eftirspurnarhluta leigumarkaðarins til hagsbóta fyrir framboðshlutann. Þannig hefur lagafrumvarp sem var sett fram í þeim tilgangi að jafna hlut tekjulágra hækkað leigu á almennum markaði. Eftir sitja þeir sem eru á leigumarkaði og fá ekki fullar húsaleigubætur og þurfa því í raun að greiða hærri leigu en eðlilegt getur talist. Ég ætla ekki að fara djúpt í það hvað eðlilegt leiguverð ætti að vera því ég tel best að framboð og eftirspurn ráði þar mestu óafskipt af hinu opinbera. Til viðmiðunar er ágætt að hugsa sér hver eðlileg ávöxtunarkrafa á fjárfestingu í fasteign sé. Ef litið er til langs tíma (20-30 ár) hækkar fasteign að jafnaði um 1-2% umfram verðlag. Ef miðað er við 5% ávöxtunarkröfu á 20 milljóna fjárfestingu í 3 herbergja íbúð í Reykjavík væri húsaleigan 80-100 þúsund að meðtöldum u.þ.b. 14.000 kr. í fjármagnstekjuskatt, sem er efni í aðra grein. Það lætur nærri að segja að meðalleiga á almennum markaði sé í dag þessi upphæð að viðbættum húsaleigubótunum. Sama hefur gerst þar sem hið opinbera er að blanda sér með styrkjum í það sem ætti að vera unnið á markaðslögmálum og ber þar helst að nefna vaxtabætur sem ganga beint inn í greiðslumat og leiða þar með til hærra fasteignaverðs. Höfundur er véltæknifræðingur og leigutaki.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar