Innlent

Draumur vinstrimanna að hækka loksins skatta

Guðlaugur Þór.
Guðlaugur Þór.
„Það getur vel verið að þetta sé hinn tæri draumur vinstrimanna að komast núna loksins í það að hækka almennilega skatta. Stóra einstaka málið er þó það sem ég bið stjórnarmenn að hugsa að hér um að ræða málfrelsi í þinginu," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf Alþingis í dag.

Guðlaugur sagði að stjórnarþingmenn hafi á undanförnum dögum krafist þess að stjórnarandstaðan tali ekki um skattahækkanir. „Nú getur það vel verið að þeim finnist það ekki vera stórmál að hækka skatta um hundruð þúsunda á ári á launafólk í landinu," sagði þingmaðurinn.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gaf lítið fyrir þau orð. „Það er kaldhæðnislegt að stjórnarandstöðuþingmenn komi hér upp dag eftir dag í ræðustól Alþingis og kvarti yfir því að stjórnarþingmenn svari fyrir sig," sagði Steinunn og benti á að á morgun fari fram sérstök umræða um skattamál að beiðni formanns Sjálfstæðisflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×