Hamfarir í Asíuríkjum kosta hundruð manna lífið 1. október 2009 04:00 Flóðið lék íbúa eyjanna á Suður-Kyrrahafi grátt. nordicphotos/AFP Gríðarleg eyðilegging varð í þorpum og bæjum á Samóaeyjum í Suður-Kyrrahafi þegar mikil flóðbylgja reið þar yfir í gær. Á annað hundrað manns fórst og tuga manns að auki er saknað. Íbúarnir flúðu frá láglendi og upp í hæðir á eyjunum. Þar hélt fólk sig klukkustundum saman þangað til ljóst var að flóðið væri í rénun. Flóðbylgjan var framkölluð af jarðskjálfta, sem mældist 8,3 stig. Upptök skjálftans voru í um 200 kílómetra fjarlægð frá Samóaeyjum, þar sem 180 þúsund manns búa, og í um 190 kílómetra fjarlægð frá nágrannaríkinu Bandarísku Samóa, þar sem um 65 þúsund manns búa. Alls riðu fjórar flóðbylgjur yfir eyjarnar og var ölduhæð þeirra fjórir til sex metrar. Fjöldi þorpa á eyjunni Tonga varð einnig fyrir tjóni vegna flóðsins. Skjálftinn varð snemma á þriðjudagsmorgun að staðartíma, en tæpum sólarhring síðar varð annar stór jarðskjálfti skammt frá Indónesíu sem kostað hefur tugi manna lífið, hugsanlega hundruð manna. Skjálftinn olli verulegu tjóni á byggingum á Indónesíu. Einnig féll skriða skammt frá bænum Padang og var óttast að fjöldi fólks þar hafi grafist undir húsarústum. Verulegt tjón varð einnig í höfuðborginni Jakarta. Óttast var að sá jarðskjálfti, sem mældist 7,6 stig, myndi einnig framkalla flóðbylgju, en viðvörun um það var síðar afturkölluð. Íbúar við strendur Indlandshafs flúðu margir hverjir úr húsum sínum, en sneru aftur þegar sú hætta var liðin hjá. Nokkur þúsund kílómetrar eru á milli skjálftastaðanna og engar líkur á því að þeir tengist með neinum hætti. Fleiri veðurhamfarir hafa riðið yfir íbúa í þessum heimshluta, því eitt öflugasta fárviðri sem geisað hefur í Suðaustur-Asíu hefur kostað hundruð manna lífið síðustu daga. Fellibylurinn Ketsana feykti í gær um koll heilu þorpunum í Kambódíu og aurskriður af hans völdum færðu í kaf fjölmörg hús í Víetnam. Áður hafði fellibylurinn valdið stórflóðum í Manila, höfuðborg Filippseyja. Heldur hafði þó dregið úr krafti fellibylsins þegar hann kom til Laos í gær. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging varð í þorpum og bæjum á Samóaeyjum í Suður-Kyrrahafi þegar mikil flóðbylgja reið þar yfir í gær. Á annað hundrað manns fórst og tuga manns að auki er saknað. Íbúarnir flúðu frá láglendi og upp í hæðir á eyjunum. Þar hélt fólk sig klukkustundum saman þangað til ljóst var að flóðið væri í rénun. Flóðbylgjan var framkölluð af jarðskjálfta, sem mældist 8,3 stig. Upptök skjálftans voru í um 200 kílómetra fjarlægð frá Samóaeyjum, þar sem 180 þúsund manns búa, og í um 190 kílómetra fjarlægð frá nágrannaríkinu Bandarísku Samóa, þar sem um 65 þúsund manns búa. Alls riðu fjórar flóðbylgjur yfir eyjarnar og var ölduhæð þeirra fjórir til sex metrar. Fjöldi þorpa á eyjunni Tonga varð einnig fyrir tjóni vegna flóðsins. Skjálftinn varð snemma á þriðjudagsmorgun að staðartíma, en tæpum sólarhring síðar varð annar stór jarðskjálfti skammt frá Indónesíu sem kostað hefur tugi manna lífið, hugsanlega hundruð manna. Skjálftinn olli verulegu tjóni á byggingum á Indónesíu. Einnig féll skriða skammt frá bænum Padang og var óttast að fjöldi fólks þar hafi grafist undir húsarústum. Verulegt tjón varð einnig í höfuðborginni Jakarta. Óttast var að sá jarðskjálfti, sem mældist 7,6 stig, myndi einnig framkalla flóðbylgju, en viðvörun um það var síðar afturkölluð. Íbúar við strendur Indlandshafs flúðu margir hverjir úr húsum sínum, en sneru aftur þegar sú hætta var liðin hjá. Nokkur þúsund kílómetrar eru á milli skjálftastaðanna og engar líkur á því að þeir tengist með neinum hætti. Fleiri veðurhamfarir hafa riðið yfir íbúa í þessum heimshluta, því eitt öflugasta fárviðri sem geisað hefur í Suðaustur-Asíu hefur kostað hundruð manna lífið síðustu daga. Fellibylurinn Ketsana feykti í gær um koll heilu þorpunum í Kambódíu og aurskriður af hans völdum færðu í kaf fjölmörg hús í Víetnam. Áður hafði fellibylurinn valdið stórflóðum í Manila, höfuðborg Filippseyja. Heldur hafði þó dregið úr krafti fellibylsins þegar hann kom til Laos í gær. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira