Innlent

Valdþreyttur Sjálfstæðisflokkur

Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í vor.
Bjarni var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í vor. Mynd/Pjetur

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að valdþreytu hafi verið farið að gæta í flokknum fyrir bankahrunið. „Mér fannst vera komin viss valdþreyta í Sjálfstæðisflokkinn. Það er tilfinning sem var farin að grafa um sig þó nokkuð löngu fyrir hrun," segir Bjarni í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Bjarni fer um víðan völl og segist meðal annars vilja fella Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar og að Ísland verði áfram fyrir utan Evrópusambandið.

„Í of mörgu fannst mér menn gefa sér að staða okkar væri óhagganleg og við ættum að halda áfram að gera sömu hlutina sem hefðu skilið árangri til þessa. Þessi hugsunarháttur er uppskrift að krísu," segir Bjarni.

Við þetta má bæta að fyrr í vikunni kom fram á Vísi að viðtal sem tekið var við Bjarna og stóð til að birta fyrir tveimur mánuðum í Morgunblaðinu var aldrei birt þar sem flokksformaðurinn var ósáttur með efnistök Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem tók viðtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×