Innlent

Steypustöðin gefur fátækum

Steypustöðin ehf. hefur fært Fjölskylduhjálp Íslands peningagjöf í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort eða glaðning.

Í tilkynningu frá stöðinni segir að á miðvikudaginn síðasta hafi fimm hundruð fjölskyldur, sem eigi um sárt að binda, komið til Fjölskylduhjálparinnar og þegið matargjafir.

Með því að vekja athygli á framtakinu vonast Steypustöðin til þess að önnur fyrirtæki feti í fótspor hennar á erfiðum tímum og leggi sitt að mörkum til þessa málefnis.- kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×