Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 19. ágúst 2009 05:00 Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir" með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands. Þegar Hafnafjarðarbær og Grindavík neyttu forkaupsréttar og keyptu um 16% hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var til Orkuveitu Reykjavíkur var það gert til þess að gæta almannahagsmuna, það sama átti við þegar OR bauð í 15 % hlut Hafnarfjarðar. Verið var að verjast einkavæðingaráformum þáverandi ríkisstjórna. Samkeppniseftirlitið felldi síðan þann úrskurð að Orkuveitan mætti ekki eiga meira en 10% í HS orku því það tryggði frekar hagsmuni almennings að fyrirtækið væri í einkaeigu en eigu almannafyrirtækisins OR. Meirihluti OR ákvað þá að selja allan hlutinn en hugmyndum um samfélagsleg markmið var varpað fyrir róða. Nú hefur Magma Energy gert tilboð sem rennur út á fimmtudag. Í tilboðinu er gert ráð fyrir því að OR kaupi hlut Hafnarfjarðar og þannig fái Magma um 32% hlut í HS. Þessi viðskipti myndu kosta OR um 1,3 milljarða króna í tap. Þar með væri HS orka komið í einkaeigu Magma og Geysis Green energy en það fyrirtæki stendur á brauðfótum og alveg eins líklegt að Magma næði góðum meirihluta eða jafnvel fyrirtækinu öllu. Því hefur verið haldið til haga að auðlindin á Reykjanesi sé í almannaeigu samkvæmt lögum. Á það hefur hins vegar verið bent að HS orka fær auðlindina leigða í 65 ár og sá samningur er framlengjanlegur í önnur 65 ár. Sé þetta rétt er fyrirtækið búið að tryggja nýtingarrétt í allt að 130 ár á lágri leigu. Þar með er orkufyrirtæki í einkaeigu orðið allsráðandi á Reykjanesi langt fram á næstu öld. Hvað verður þá næst? Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir" með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands. Þegar Hafnafjarðarbær og Grindavík neyttu forkaupsréttar og keyptu um 16% hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var til Orkuveitu Reykjavíkur var það gert til þess að gæta almannahagsmuna, það sama átti við þegar OR bauð í 15 % hlut Hafnarfjarðar. Verið var að verjast einkavæðingaráformum þáverandi ríkisstjórna. Samkeppniseftirlitið felldi síðan þann úrskurð að Orkuveitan mætti ekki eiga meira en 10% í HS orku því það tryggði frekar hagsmuni almennings að fyrirtækið væri í einkaeigu en eigu almannafyrirtækisins OR. Meirihluti OR ákvað þá að selja allan hlutinn en hugmyndum um samfélagsleg markmið var varpað fyrir róða. Nú hefur Magma Energy gert tilboð sem rennur út á fimmtudag. Í tilboðinu er gert ráð fyrir því að OR kaupi hlut Hafnarfjarðar og þannig fái Magma um 32% hlut í HS. Þessi viðskipti myndu kosta OR um 1,3 milljarða króna í tap. Þar með væri HS orka komið í einkaeigu Magma og Geysis Green energy en það fyrirtæki stendur á brauðfótum og alveg eins líklegt að Magma næði góðum meirihluta eða jafnvel fyrirtækinu öllu. Því hefur verið haldið til haga að auðlindin á Reykjanesi sé í almannaeigu samkvæmt lögum. Á það hefur hins vegar verið bent að HS orka fær auðlindina leigða í 65 ár og sá samningur er framlengjanlegur í önnur 65 ár. Sé þetta rétt er fyrirtækið búið að tryggja nýtingarrétt í allt að 130 ár á lágri leigu. Þar með er orkufyrirtæki í einkaeigu orðið allsráðandi á Reykjanesi langt fram á næstu öld. Hvað verður þá næst? Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn OR.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar