Glitnir fær vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum 7. janúar 2009 08:54 Dómarinn Stuart Bernstein hjá Gjaldþrotadómstólnum í South District í New York hefur úrskurðað að Glitnir fái vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum. Þar með getur Glitnir samið við lánadrottna sína í friði þar í landi á meðan þrotabú bankans verður gert upp hérlendis. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Bernstein tjáði lögmönnum Glitnis í Bandaríkjunum að hann vildi frekari upplýsingar um hvernig kröfurnar í þrotabúið yrðu meðhöndlaðar samkvæmt íslenskum lögum. Í beiðni sinni um vernd gegn lögsóknum samkvæmt Kafla 15 í bandarísku gjaldþrotalöggjöfini kemur fram að Glitnir á eignir sem metnar eru á yfir milljarð dollara, eða rúmlega 124 milljarða kr. og að skuldirnar séu svipuð upphæð. Fram kemur að frá árinum 2005 hefur bankinn gefið út stutt og löng skuldabréf/verðbréf í Bandaríkjunum að upphæð um 7 milljarðar dollara eða nær 1.000 milljarða kr.. Ein mótmæli komu fram við meðferð málsins fyrir dómstólnum í New York. Félagið SeaHAVN, sem staðsett er á Bresku Jómfrúareyjunum, lagðist gegn því að Glitnir fengi fyrrgreinda vernd. SeaHAVN hefur áfrýjað úrskurði Bernsteins en félagið stendur nú í málaferlum gegn Glitni vegna lánsloforðs sem bankinn stóð ekki við. Vill SeaHAVN fá endurgreiddan lögfræðikostnað sinn í tengslum við lánsumsóknina. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dómarinn Stuart Bernstein hjá Gjaldþrotadómstólnum í South District í New York hefur úrskurðað að Glitnir fái vernd gegn málsóknum í Bandaríkjunum. Þar með getur Glitnir samið við lánadrottna sína í friði þar í landi á meðan þrotabú bankans verður gert upp hérlendis. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Bernstein tjáði lögmönnum Glitnis í Bandaríkjunum að hann vildi frekari upplýsingar um hvernig kröfurnar í þrotabúið yrðu meðhöndlaðar samkvæmt íslenskum lögum. Í beiðni sinni um vernd gegn lögsóknum samkvæmt Kafla 15 í bandarísku gjaldþrotalöggjöfini kemur fram að Glitnir á eignir sem metnar eru á yfir milljarð dollara, eða rúmlega 124 milljarða kr. og að skuldirnar séu svipuð upphæð. Fram kemur að frá árinum 2005 hefur bankinn gefið út stutt og löng skuldabréf/verðbréf í Bandaríkjunum að upphæð um 7 milljarðar dollara eða nær 1.000 milljarða kr.. Ein mótmæli komu fram við meðferð málsins fyrir dómstólnum í New York. Félagið SeaHAVN, sem staðsett er á Bresku Jómfrúareyjunum, lagðist gegn því að Glitnir fengi fyrrgreinda vernd. SeaHAVN hefur áfrýjað úrskurði Bernsteins en félagið stendur nú í málaferlum gegn Glitni vegna lánsloforðs sem bankinn stóð ekki við. Vill SeaHAVN fá endurgreiddan lögfræðikostnað sinn í tengslum við lánsumsóknina.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent