Samkeppniseftirlitið segir einokun ríkja í mjólkuriðnaði 10. desember 2009 13:10 Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.Í tilkynningu um málið sem Samkeppniseftirlitið birtir á heimasíðu sinni segir að í áliti til landbúnaðarráðherra í dag mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Meðal annars verði lögfest heimild til uppskipta mjólkurafurðastöðva.Um 15-20% af neysluútgjöldum vegna matvæla hér á landi fara til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Miklir neytendahagsmunir eru því fólgnir í virkri samkeppni á þessum markaði.Þann 18. september 2009 var tilkynnt um samruna KS og Mjólku. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að samruninn sé samkeppnishamlandi og andstæður markmiðum samkeppnislaga. Hins vegar skorti Samkeppniseftirlitið lagaheimild til að eyða samkeppnishömlum sem stafa af samrunanum vegna sérlagaákvæða í búvörulögum.Vegna breytinga á búvörulögum sem gerðar voru árið 2004 er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði veitt heimild til þess að sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Einnig var veitt undanþága frá banni við samkeppnishamlandi samráði. Á grundvelli þessa varð gríðarleg samþjöppun á markaðinum og þessi lagaheimild hefur nú orðið til þess að engin samkeppni er lengur til staðar í mjólkuriðnaði, en fyrirtæki sem starfa þar velta tugum milljarða kr. á hverju ári.Frá árinu 2005 hefur Mjólka veitt stærri aðilum samkeppnislegt aðhald og starfsemi fyrirtækisins varð til þess að verð á mjólk til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði. Við samrunann hverfur það aðhald og hefur nú skapast einokunarstaða á markaðnum. Starfandi fyrirtæki, Mjólkursamsalan og KS, geta ekki talist keppinautar enda eru á milli þeirra náin eigna-, stjórnunar- og samráðstengsl.Vegna alvarlegrar stöðu á þessum mikilvæga neytendamarkaði hefur Samkeppniseftirlitið í dag beint sérstöku áliti til landbúnaðarráðherra. Í álitinu er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann grípi til tafalausra og nauðsynlegra aðgerða til þess að hægt verði að takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda sem stafa mun af umræddri einokun.Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra lúta að því að skoðaðar verði leiðir til þess að koma á samkeppni á þessu sviði, m.a. með því að sett verði í lög heimild til uppskipta á mjólkurafurðastöðvum og ryðja að sama skapi úr vegi samkeppnishindrunum sem nýir aðilar standa frammi fyrir þegar þeir freista þess að hefja starfsemi á þessu sviðið.Einnig er því beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir því að undanþága mjólkuriðnaðarins frá banni við samkeppnishamlandi samráði og samrunareglum samkeppnislaga verði felld úr gildi þannig að eðlilegar samkeppnisreglur gildi um þessi fyrirtæki eins og önnur íslensk fyrirtæki.Af gefnu tilefni er því einnig beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir því að tryggt verði að jafnræðis sé gætt þegar unnið er við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þannig að allir hagsmunaaðilar á markaði hafi sama tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum. Á þessu hefur verið alvarlegur misbrestur.Í álitinu er einnig mælst til þess að viðeigandi hagsmunaaðilar, s.s. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands, fylgist náið með verðþróun á mjólkurvörum, einkum þeim vörum sem áður töldust samkeppnisvörur, í því skyni að skapa aðhald. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.Í tilkynningu um málið sem Samkeppniseftirlitið birtir á heimasíðu sinni segir að í áliti til landbúnaðarráðherra í dag mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Meðal annars verði lögfest heimild til uppskipta mjólkurafurðastöðva.Um 15-20% af neysluútgjöldum vegna matvæla hér á landi fara til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Miklir neytendahagsmunir eru því fólgnir í virkri samkeppni á þessum markaði.Þann 18. september 2009 var tilkynnt um samruna KS og Mjólku. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að samruninn sé samkeppnishamlandi og andstæður markmiðum samkeppnislaga. Hins vegar skorti Samkeppniseftirlitið lagaheimild til að eyða samkeppnishömlum sem stafa af samrunanum vegna sérlagaákvæða í búvörulögum.Vegna breytinga á búvörulögum sem gerðar voru árið 2004 er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði veitt heimild til þess að sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Einnig var veitt undanþága frá banni við samkeppnishamlandi samráði. Á grundvelli þessa varð gríðarleg samþjöppun á markaðinum og þessi lagaheimild hefur nú orðið til þess að engin samkeppni er lengur til staðar í mjólkuriðnaði, en fyrirtæki sem starfa þar velta tugum milljarða kr. á hverju ári.Frá árinu 2005 hefur Mjólka veitt stærri aðilum samkeppnislegt aðhald og starfsemi fyrirtækisins varð til þess að verð á mjólk til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði. Við samrunann hverfur það aðhald og hefur nú skapast einokunarstaða á markaðnum. Starfandi fyrirtæki, Mjólkursamsalan og KS, geta ekki talist keppinautar enda eru á milli þeirra náin eigna-, stjórnunar- og samráðstengsl.Vegna alvarlegrar stöðu á þessum mikilvæga neytendamarkaði hefur Samkeppniseftirlitið í dag beint sérstöku áliti til landbúnaðarráðherra. Í álitinu er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann grípi til tafalausra og nauðsynlegra aðgerða til þess að hægt verði að takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda sem stafa mun af umræddri einokun.Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra lúta að því að skoðaðar verði leiðir til þess að koma á samkeppni á þessu sviði, m.a. með því að sett verði í lög heimild til uppskipta á mjólkurafurðastöðvum og ryðja að sama skapi úr vegi samkeppnishindrunum sem nýir aðilar standa frammi fyrir þegar þeir freista þess að hefja starfsemi á þessu sviðið.Einnig er því beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir því að undanþága mjólkuriðnaðarins frá banni við samkeppnishamlandi samráði og samrunareglum samkeppnislaga verði felld úr gildi þannig að eðlilegar samkeppnisreglur gildi um þessi fyrirtæki eins og önnur íslensk fyrirtæki.Af gefnu tilefni er því einnig beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir því að tryggt verði að jafnræðis sé gætt þegar unnið er við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þannig að allir hagsmunaaðilar á markaði hafi sama tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum. Á þessu hefur verið alvarlegur misbrestur.Í álitinu er einnig mælst til þess að viðeigandi hagsmunaaðilar, s.s. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands, fylgist náið með verðþróun á mjólkurvörum, einkum þeim vörum sem áður töldust samkeppnisvörur, í því skyni að skapa aðhald.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira