Viðskipti innlent

Von Habsburg styrkir íslenskt listalíf um 100 milljónir kr.

Listaverkasafnarinn Francesca von Habsburg mun selja 30 af listaverkum sínum á uppboði í London daganna 12. og 13. febrúar. Söluandvirðið sem er áætlað yfir 100 milljónir kr. ætlar von Habsburg að nota til að styrkja íslenska nútímalist.

Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að uppboðið muni verða haldið á vegum listaverkasölunnar og uppboðshúsins Phillips de Pury en von Habsburg situr í stjórn þess.

Fram kemur í fréttinni að Nýlistasafnið mun verða einn þeirra íslensku aðila sem nýtur góðs af sölunni.

"Mér líkar vel hvernig þetta safn hlúir að listamönnum og hver stefna þess er," segir von Habsburg í samtali við FT. "Stefnan er á svipuðum nótum og hjá minni eigin stofnun TBA21".

Meðal verka sem von Habsburg ætlar að selja á fyrrgreindu uppboði eru Drammen l, Drammen nætursena málarans Struth´s af Osló sem metið er á 50.000 pund en í heild eru verkin 30 metin á 533.000 til 766.000 pund eða yfir 100 milljónir kr..

Samhliða uppboðinu verður haldin ráðstefna um íslenska listamenn og henni mun listfræðingurinn Hans Ulrich Obrist stjórna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×