Viðskipti innlent

Metmánuður á Akranesi hjá Íslandsmarkaði

Í janúarmánuði var landað á Íslandsmarkað á Akranesi samtals 420 tonnum af bolfiski sem var boðið upp fyrir rúmar 90 milljónir króna. Þetta er met hjá markaðinum í einum mánuði.

Greint er frá málinu á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að þetta sé mun betri mánuður en í fyrra og er því helst að þakka að fleiri bátar eru á svæðinu og betri afli, segir forstöðumaður markaðarins sem er bjartsýnn í upphafi vertíðar.

Í fyrra voru samtals boðin upp 1.500 tonn af fiski á Skaga og var uppboðsandvirði 285 milljónir króna. Heldur hefur magnið minnkað frá því á árinu 2007 þegar boðin voru upp 1.773 tonn og lætur nærri að magnið sé um það bil 15% minna árið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×