Ætlar ríkisstjórnin að slátra íslenskri kvikmyndagerð? 22. desember 2009 06:00 Björn Brynjólfur Björnsson skrifar um framlög til kvikmyndagerðar Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða framlög til Kvikmyndasjóða skorin úr þeim 700 milljónum, sem þau eiga að vera í samkvæmt samningi ríkisins við greinina, niður í 450 milljónir króna. Þessi niðurskurður er um 35% og því langt umfram það 10% meðaltal sem rætt hefur verið um sem viðmið niðurskurðar í mennta- og menningarmálum. Þau sjónarmið jafnræðis og réttlætis sem boðað var að höfð yrðu að leiðarljósi við niðurskurð í fjármálum ríkisins eru hér að engu höfð svo það lítur út fyrir að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að slátra íslenskum kvikmyndaiðnaði. Sú stefna er óskynsamleg fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi eru íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni menningarframleiðsla sem ekki á aðeins hvað greiðastan aðgang að ungu fólki heldur einnig fólki á landsbyggðinni. Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa verið kallaðar þjóðarleikhús. Ef ríkið ætlar að minnka kaup sín á menningu næstu árin er óskynsamlegt að gera það á því sviði þar sem flestir landsmenn geta notið afrakstursins án tillits til búsetu. Í öðru lagi verður niðurskurður í framleiðslu kvikmynda a.m.k. tvöfalt meiri en nemur niðurskurði á framlagi ríkisins. Þetta er vegna þess að meira en helmingur þess fjár sem fer til framleiðslu kvikmynda kemur annars staðar frá, t.d. erlendis frá. Þannig dregur kvikmyndagerðin gjaldeyri inn í landið. Það má lýsa þessu svo að ef skorið er niður um 100 milljónir t.d. í leiklist verður ekki framleidd leiklist fyrir 100 milljónir það árið, en ef skorið er niður um 100 milljónir í kvikmyndagerð verða ekki framleiddar kvikmyndir fyrir a.m.k. 200 milljónir það árið. Í þriðja lagi er talið að þessi niðurskurður muni kosta um hundrað störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði sem er þriðjungur allra starfa þar (80-90% kostnaðar við kvikmyndir er launakostnaður). Ljóst er að fyrir ungan iðnað er þetta slíkt högg að hann mun ekki bera sitt barr í mörg ár á eftir og stór hluti af því unga og menntaða fólki sem hefur verið að koma inn í greinina á undanförnum árum missir nú vinnuna. Fyrir utan að sparnaðurinn mun að mestu eða öllu leyti fara í að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur. Í fjórða lagi hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki verið í góðri trú með þann samning sem í gildi er við menntamála- og fjármálaráðuneytið og til dæmis fjárfest í eftirvinnslu kvikmynda sem nú fer að mestu leyti fram innanlands í kjölfar tækniþróunar sem gerir það mögulegt. Með þessum gjörningi er verið að kippa fótunum undan þessari grein, atvinnugrein sem hefur mikla möguleika á að verða ein af stoðum þess samfélags sem hér þarf að byggja. Einmitt sú tegund framleiðslu sem við ættum að hlúa að og nota til að vinna okkur út úr kreppunni. Í fimmta lagi er kvikmyndaiðnaður þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu þar sem íslenskt hugvit og handverk er selt um allan heim. Iðnaðurinn skapar spennandi störf fyrir ungt fólk. Störf sem byggja á íslenskri menningu og hugsun og hugmyndum. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Til dæmis hafa flestar eða allar þær leiknu sjónvarpsþáttaraðir sem framleiddar hafa verið hér undanfarin ár verið seldar til erlendra sjónvarpsstöðva. Í sjötta lagi vinnur þessi niðurskurður gegn stefnu stjórnarinnar á öðrum sviðum. Iðnaðarráðuneytið hefur verið að auka endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu í samkeppni við önnur lönd til að fá hingað kvikmyndaverkefni (endurgreiðslan er því tekjuöflunartæki ekki styrkur til kvikmynda). Ein ástæða þess að erlend kvikmyndafyrirtæki hafa treyst sér til að koma hingað með stór verkefni er sú að til staðar er vel menntað kvikmyndagerðarfólk sem kann til verka. Með þriðjungs fækkun starfa í greininni er þessu ekki lengur til að dreifa. Í sjöunda lagi eru íslenskar kvikmyndir sendiherrar okkar um allan heim. Þær eru sú landkynning sem við þurfum á að halda nú um stundir. Rannsóknir hafa sýnt beint samband milli sýninga íslenskra kvikmyndaverka erlendis og ferðamannastraums frá viðkomandi landi hingað. Hér er því ekki aðeins um almenna landkynningu að ræða heldur beinharða hagsmuni. Niðurstaðan er sú að hér sé verið að spara aur en henda krónu. Írar sem einnig eru í þeirri stöðu að þurfa að skera mikið niður ríkisútgjöld á þessu hausti rannsökuðu málið og komust að því að ekki borgaði sig að skera niður framlög til kvikmynda. Hér ætla menn hinsvegar að ana beint í slátrun án þess að skoða málið - og sitja síðan uppi með dauða mjólkurkú - og skaða sem seint verður bættur. Höfundur er formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Björn Brynjólfur Björnsson skrifar um framlög til kvikmyndagerðar Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða framlög til Kvikmyndasjóða skorin úr þeim 700 milljónum, sem þau eiga að vera í samkvæmt samningi ríkisins við greinina, niður í 450 milljónir króna. Þessi niðurskurður er um 35% og því langt umfram það 10% meðaltal sem rætt hefur verið um sem viðmið niðurskurðar í mennta- og menningarmálum. Þau sjónarmið jafnræðis og réttlætis sem boðað var að höfð yrðu að leiðarljósi við niðurskurð í fjármálum ríkisins eru hér að engu höfð svo það lítur út fyrir að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að slátra íslenskum kvikmyndaiðnaði. Sú stefna er óskynsamleg fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi eru íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni menningarframleiðsla sem ekki á aðeins hvað greiðastan aðgang að ungu fólki heldur einnig fólki á landsbyggðinni. Íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa verið kallaðar þjóðarleikhús. Ef ríkið ætlar að minnka kaup sín á menningu næstu árin er óskynsamlegt að gera það á því sviði þar sem flestir landsmenn geta notið afrakstursins án tillits til búsetu. Í öðru lagi verður niðurskurður í framleiðslu kvikmynda a.m.k. tvöfalt meiri en nemur niðurskurði á framlagi ríkisins. Þetta er vegna þess að meira en helmingur þess fjár sem fer til framleiðslu kvikmynda kemur annars staðar frá, t.d. erlendis frá. Þannig dregur kvikmyndagerðin gjaldeyri inn í landið. Það má lýsa þessu svo að ef skorið er niður um 100 milljónir t.d. í leiklist verður ekki framleidd leiklist fyrir 100 milljónir það árið, en ef skorið er niður um 100 milljónir í kvikmyndagerð verða ekki framleiddar kvikmyndir fyrir a.m.k. 200 milljónir það árið. Í þriðja lagi er talið að þessi niðurskurður muni kosta um hundrað störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði sem er þriðjungur allra starfa þar (80-90% kostnaðar við kvikmyndir er launakostnaður). Ljóst er að fyrir ungan iðnað er þetta slíkt högg að hann mun ekki bera sitt barr í mörg ár á eftir og stór hluti af því unga og menntaða fólki sem hefur verið að koma inn í greinina á undanförnum árum missir nú vinnuna. Fyrir utan að sparnaðurinn mun að mestu eða öllu leyti fara í að greiða þessu fólki atvinnuleysisbætur. Í fjórða lagi hafa íslensk kvikmyndafyrirtæki verið í góðri trú með þann samning sem í gildi er við menntamála- og fjármálaráðuneytið og til dæmis fjárfest í eftirvinnslu kvikmynda sem nú fer að mestu leyti fram innanlands í kjölfar tækniþróunar sem gerir það mögulegt. Með þessum gjörningi er verið að kippa fótunum undan þessari grein, atvinnugrein sem hefur mikla möguleika á að verða ein af stoðum þess samfélags sem hér þarf að byggja. Einmitt sú tegund framleiðslu sem við ættum að hlúa að og nota til að vinna okkur út úr kreppunni. Í fimmta lagi er kvikmyndaiðnaður þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu þar sem íslenskt hugvit og handverk er selt um allan heim. Iðnaðurinn skapar spennandi störf fyrir ungt fólk. Störf sem byggja á íslenskri menningu og hugsun og hugmyndum. Markaður heimsins fyrir kvikmyndaafurðir er óseðjandi og á þann markað eigum við fullt erindi. Til dæmis hafa flestar eða allar þær leiknu sjónvarpsþáttaraðir sem framleiddar hafa verið hér undanfarin ár verið seldar til erlendra sjónvarpsstöðva. Í sjötta lagi vinnur þessi niðurskurður gegn stefnu stjórnarinnar á öðrum sviðum. Iðnaðarráðuneytið hefur verið að auka endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu í samkeppni við önnur lönd til að fá hingað kvikmyndaverkefni (endurgreiðslan er því tekjuöflunartæki ekki styrkur til kvikmynda). Ein ástæða þess að erlend kvikmyndafyrirtæki hafa treyst sér til að koma hingað með stór verkefni er sú að til staðar er vel menntað kvikmyndagerðarfólk sem kann til verka. Með þriðjungs fækkun starfa í greininni er þessu ekki lengur til að dreifa. Í sjöunda lagi eru íslenskar kvikmyndir sendiherrar okkar um allan heim. Þær eru sú landkynning sem við þurfum á að halda nú um stundir. Rannsóknir hafa sýnt beint samband milli sýninga íslenskra kvikmyndaverka erlendis og ferðamannastraums frá viðkomandi landi hingað. Hér er því ekki aðeins um almenna landkynningu að ræða heldur beinharða hagsmuni. Niðurstaðan er sú að hér sé verið að spara aur en henda krónu. Írar sem einnig eru í þeirri stöðu að þurfa að skera mikið niður ríkisútgjöld á þessu hausti rannsökuðu málið og komust að því að ekki borgaði sig að skera niður framlög til kvikmynda. Hér ætla menn hinsvegar að ana beint í slátrun án þess að skoða málið - og sitja síðan uppi með dauða mjólkurkú - og skaða sem seint verður bættur. Höfundur er formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar