Viðskipti innlent

Kaupþing sakað um allsherjarmarkaðsmisnotkun

Fjármálaeftirlitið hefur sent mál er varðar allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Grunur leikur á að bankinn hafi kerfisbundið reynt að hafa áhrif á eigin hlutabréfaverð og skapað stöðuga eftirspurn eftir bréfunum og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði hlutabréfanna.

Hafi þetta verið gert með þeim hætti að bankinn, sem mátti lögum samkvæmt mest eiga 5 prósent í sjálfum sér, keypti bréf inn á veltubók og seldi þau síðan áfram til valinna viðskiptavina gegn lánum.

Dæmi um slík lán eru til að mynda lán til félags í eigu Skúla Þorvaldssonar, Kevins Standfords og Sjeik Al Thani.

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins náði nokkur ár aftur í tímann en sum þeirra mála sem þegar eru í rannsókn hjá embætti sérstökum saksóknara tengjast þessari allsherjarmarkaðsmisnotkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×