Landssamtök lífeyrissjóða hafna fjármagnstekjuskatti 13. nóvember 2009 06:00 Arnar Sigurmundsson „Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. Hugmyndinni hefur verið lýst sem valkosti við að skattleggja inngreiðslur iðgjalda í sjóðina í stað þess að skattleggja lífeyrisgreiðslurnar sjálfar, en sú leið hefur verið sögð erfið í framkvæmd og kalla á mikla uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu. Í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er reiknað út að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti á lífeyrissjóðina gætu á næsta ári numið 25 milljörðum króna. „Fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna mynda með öðru grunninn undir lífeyrisréttindi,“ áréttar Arnar og telur að jafnvel þótt fjármagnsskattur yrði tímabundinn þyrfti að skerða réttindi vegna hans, að minnsta kosti hvað varðaði lífeyrissjóði á almennum markaði, þótt öðru máli gætti um opinbera starfsmenn vegna samninga þeirra. „Við gerum okkur grein fyrir því að ríkið vantar tekjur, en í þessari leið felst mikil mismunun.“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að það veiki lífeyrissjóðina að leggja á þá fjármagnstekjuskatt og dragi úr getu þeirra til að greiða lífeyri. Hann segir því eðlilegt að menn reyni að verja stöðu lífeyrissjóðanna eins og kostur sé. „Auðvitað líst mér ekki vel á að fara að skattleggja lífeyrissjóðina. Af tvennu illu, frekar en að fara að breyta kerfinu, er þetta þó kannski illskárri kostur, svo lengi sem það er tímabundið.“ Gunnar setur þó fyrirvara við hugmyndir um að leggja fjármagnstekjuskatt á lífeyrissjóðina enda vanti alla útfærslu. Þannig sé hluti hagnaðar við uppgjör lífeyrissjóðanna oft óinnleystur, svo sem vegna veikingar krónunnar á þessu ári eða hækkunar á erlendum verðbréfum. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, segir ljóst að allir skattar á lífeyrissjóði séu slæmir; kerfið hafi verið til mikilla heilla fyrir Íslendinga og það eigi að umgangast af virðingu. „En almenningur í landinu stendur nú frammi fyrir því að boðaðar hafa verið geysimiklar skattahækkanir og því er spáð að kaupmáttur minnki þess vegna um 16,5 prósent næsta ár. Með því dregur úr neyslu, atvinnuleysi eykst og endurreisnin tefst. Hætta er á að fólksflótti verði mjög mikill. Því leita menn leiða til þess að komast hjá þessu,“ segir hann og bendir á að þótt skattlagning á lífeyrissparnað sé ekki töfralausn sem búi til peninga úr engu sé kosturinn við fjármagnstekjuskattinn sá að hann komi jafnt við alla eigendur lífeyrissjóðanna. „Ekki þarf að skerða réttindi, og utanumhald er tiltölulega einfalt. Og þótt bent hafi verið á að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna séu með ábyrgð eigenda er það annað mál og óháð þeim vanda sem þjóðin á í núna.“ olikr@frettabladid.is Benedikt Jóhannesson Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
„Við tökum þessari hugmynd illa. Þetta myndi leiða til þess að lækka þyrfti lífeyri,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, inntur eftir viðbrögðum við hugmyndum um að leggja á lífeyrissjóði tímabundinn fjármagnstekjuskatt. Hugmyndinni hefur verið lýst sem valkosti við að skattleggja inngreiðslur iðgjalda í sjóðina í stað þess að skattleggja lífeyrisgreiðslurnar sjálfar, en sú leið hefur verið sögð erfið í framkvæmd og kalla á mikla uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu. Í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er reiknað út að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti á lífeyrissjóðina gætu á næsta ári numið 25 milljörðum króna. „Fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna mynda með öðru grunninn undir lífeyrisréttindi,“ áréttar Arnar og telur að jafnvel þótt fjármagnsskattur yrði tímabundinn þyrfti að skerða réttindi vegna hans, að minnsta kosti hvað varðaði lífeyrissjóði á almennum markaði, þótt öðru máli gætti um opinbera starfsmenn vegna samninga þeirra. „Við gerum okkur grein fyrir því að ríkið vantar tekjur, en í þessari leið felst mikil mismunun.“ Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að það veiki lífeyrissjóðina að leggja á þá fjármagnstekjuskatt og dragi úr getu þeirra til að greiða lífeyri. Hann segir því eðlilegt að menn reyni að verja stöðu lífeyrissjóðanna eins og kostur sé. „Auðvitað líst mér ekki vel á að fara að skattleggja lífeyrissjóðina. Af tvennu illu, frekar en að fara að breyta kerfinu, er þetta þó kannski illskárri kostur, svo lengi sem það er tímabundið.“ Gunnar setur þó fyrirvara við hugmyndir um að leggja fjármagnstekjuskatt á lífeyrissjóðina enda vanti alla útfærslu. Þannig sé hluti hagnaðar við uppgjör lífeyrissjóðanna oft óinnleystur, svo sem vegna veikingar krónunnar á þessu ári eða hækkunar á erlendum verðbréfum. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, segir ljóst að allir skattar á lífeyrissjóði séu slæmir; kerfið hafi verið til mikilla heilla fyrir Íslendinga og það eigi að umgangast af virðingu. „En almenningur í landinu stendur nú frammi fyrir því að boðaðar hafa verið geysimiklar skattahækkanir og því er spáð að kaupmáttur minnki þess vegna um 16,5 prósent næsta ár. Með því dregur úr neyslu, atvinnuleysi eykst og endurreisnin tefst. Hætta er á að fólksflótti verði mjög mikill. Því leita menn leiða til þess að komast hjá þessu,“ segir hann og bendir á að þótt skattlagning á lífeyrissparnað sé ekki töfralausn sem búi til peninga úr engu sé kosturinn við fjármagnstekjuskattinn sá að hann komi jafnt við alla eigendur lífeyrissjóðanna. „Ekki þarf að skerða réttindi, og utanumhald er tiltölulega einfalt. Og þótt bent hafi verið á að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna séu með ábyrgð eigenda er það annað mál og óháð þeim vanda sem þjóðin á í núna.“ olikr@frettabladid.is Benedikt Jóhannesson
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira