Innlent

Útsvar á Álftanesi hækkað

Álftanes.
Álftanes.

Bæjarstjórnin á Álftanesi ætlar að hækka útsvar bæjarins upp í 14,5 prósent. Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar, sagði í fréttum RÚV að það væri skelfilegt að setja svona álögur á íbúa sveitafélagsins. Hann áréttaði þó að hugmyndin væri komin frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS).

Alls mættu 300 manns á íbúafund þar sem hækkun útsvarsins var tilkynnt en fundurinn var haldin í umdeildu íþróttamannvirki sem bærinn lét reisa og er af mörgum álitið banabiti sveitafélagsins sem rambar á barmi gjaldþrots.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×