Flavio Briatore: Alonso mun blómstra með Ferrari 1. október 2009 18:25 Fernando Alonso og Flavio Briatore fögnuðu tveimur meistaratitilum með Renault. mynd: Getty Images Ítalinn Flavio Briatore telur að Fernando Alonso muni starfa vel með Ferrari og hann liðsinnti Alonso nokkuð við samningsgerðina. "Ferrari gerði góð kaup í samningi við Alonso og hann á eftir að blómstra með Ferrari. Þetta er hápunkturinn á ferli Alonso", asgði Briatore um málið. "Alonso er stöðugur ökumaður og alltaf tílbúinn í slaginn. Þá vinnur hann vel með tæknimönnum og gefst aldrei upp. Það er kostur hve skarpgáfaður hann er og það skilar sér í brautinni. Mér þótti mjög vænt um að Alonso tileinkaði mér þriðja sæti Renault í Singapúr", sagði Briatore sem nú er í banni frá Formúlu 1 eftir svindlmálið í Singapúr. Alonso hafði samskipti við Briatore útaf Ferrari samningum fyrir tveimur mánuðum og aftur fyrir nokkrum dögum, en þá voru Ferrari menn að ræða 2011 við Alonso. Briatore hefur séð um feril Alonso síðustu ár. "Ég ræddi við Briatore og hann er mjög ánægður með þróun minna mála. Hann er ánægður og hann virðist áhyggjulaus útaf banninu. Hann var á ströndunni...", sagði Alonso Luca Montezemolo forseti Ferrari telur að Alonso falli betur að lundarfari Ferrari og hann sé baráttujaxl í anda Michael Schumacher. Ítarlega er fjallað um Alonso í þættinum Rásmarkið kl.. 20.55 í kvöld og á eftir honum er þátturinn F1 Rocks, sem fjallar um Formúlu 1 og tónlistarveislu sem var í Singapúr um síðustu helgi. Sjá allt um næsta mót í Japan um helgina Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ítalinn Flavio Briatore telur að Fernando Alonso muni starfa vel með Ferrari og hann liðsinnti Alonso nokkuð við samningsgerðina. "Ferrari gerði góð kaup í samningi við Alonso og hann á eftir að blómstra með Ferrari. Þetta er hápunkturinn á ferli Alonso", asgði Briatore um málið. "Alonso er stöðugur ökumaður og alltaf tílbúinn í slaginn. Þá vinnur hann vel með tæknimönnum og gefst aldrei upp. Það er kostur hve skarpgáfaður hann er og það skilar sér í brautinni. Mér þótti mjög vænt um að Alonso tileinkaði mér þriðja sæti Renault í Singapúr", sagði Briatore sem nú er í banni frá Formúlu 1 eftir svindlmálið í Singapúr. Alonso hafði samskipti við Briatore útaf Ferrari samningum fyrir tveimur mánuðum og aftur fyrir nokkrum dögum, en þá voru Ferrari menn að ræða 2011 við Alonso. Briatore hefur séð um feril Alonso síðustu ár. "Ég ræddi við Briatore og hann er mjög ánægður með þróun minna mála. Hann er ánægður og hann virðist áhyggjulaus útaf banninu. Hann var á ströndunni...", sagði Alonso Luca Montezemolo forseti Ferrari telur að Alonso falli betur að lundarfari Ferrari og hann sé baráttujaxl í anda Michael Schumacher. Ítarlega er fjallað um Alonso í þættinum Rásmarkið kl.. 20.55 í kvöld og á eftir honum er þátturinn F1 Rocks, sem fjallar um Formúlu 1 og tónlistarveislu sem var í Singapúr um síðustu helgi. Sjá allt um næsta mót í Japan um helgina
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira