Ávextir fjölmenningarsamfélagsins 1. október 2009 06:00 Fólksflutningar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari. Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum - og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið eins og annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið - þar sem draumurinn um innihaldsríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka. Undanfarna áratugi hafa fjölmenningarsamfélög nútímans verið að þróast í Evrópu, og víðar; sambýli fólks af ólíkum uppruna með ólík sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þegar best lætur geta samfélög af þessu tagi verið stórkostlegur suðupottur hugmynda þar sem eitthvað nýtt verður mikilsvert framlag til þróunar samfélagsins og þeirrar menningar sem það hvílir á. Menning er ekki fyrirbæri heldur ferli og tekur m.a. mið af samskiptum, hugmyndum og atferli þeirra sem samfélagið byggja á hverjum tíma. Íslendingar hafa til dæmis notið ávaxta fjölmenningarinnar í fjölbreyttari matargerð og gróskumeira tónlistarlífi, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að nýta kosti fjölmenningarsamfélagsins til fulls verðum við þó að hlúa að því og efna til lifandi og einlægrar umræðu um kosti þess, áskoranir og afleiðingar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að umræðan á Íslandi sé skammt á veg komin, og hefur að verulegu leyti einskorðast við afmarkaðan hluta fræðasamfélagsins, stofnanir og stefnumótendur. Sú stefna sem íslenskt samfélag tekur á næstu misserum ræðst af því hvernig umræðunni vindur fram. Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð og á tíu árum hefur fjöldi innflytjenda margfaldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar af erlendum uppruna 2,1 prósent íbúa á Íslandi árið 1998, en 7,6 prósent í lok árs 2008. Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á þessum nýja veruleika, og í raun bendir ýmislegt til þess að margir séu óöruggir og ringlaðir, bæði innfæddir og innflytjendurnir sjálfir. Ekki síst þeir sem hafa búið hér lengi. Þess vegna tel ég mjög brýnt að skapa grundvöll fyrir almennari samræðu en nú tíðkast um viðfangsefnin sem fjölmenningunni fylgja. Við verðum að leitast við það óttalaust og í einlægni að svara þeim spurningum sem vefjast fyrir fólki sem allt í einu vaknar upp við að búa í fjölmenningarsamfélagi sem það ekki skilur. Eigi okkur að takast að njóta allra framandi og góðu ávaxtanna verðum við að færa umræðuna nær þeim sem lifa hinn fjölmenningarlega veruleika á hverjum degi. Þar á ég við innflytjendurna sjálfa, vini þeirra og nágranna, kennara, bæjarstarfsmenn, fjölmiðlafólk og svo framvegis. Almenningur þarf að vera meðvitaður og eins sáttur og unnt er við þær óumflýjanlegu breytingar sem eru að eiga sér stað, gera sér grein fyrir þeirri skyldu sem hvert samfélag hefur gagnvart sjálfu sér og gangast við kröfunni um að mannréttindi allra séu virt í hvívetna. Innflytjendurnir sjálfir þurfa að taka þátt í umræðunni svo þeir viti hvaða réttindi þeir hafa og hvaða skyldur þeir gangast undir með því að setjast að á Íslandi. Öll þurfum við að koma okkur saman um þær kröfur sem eðlilegt er að gera hvert til annars - og hafa tiltækar aðferðir svo mögulegt sé standa undir þeim. Hvað eigum við t.d. við þegar við gerum kröfu um að innflytjendur aðlagist - en leggjum um leið ríka áherslu á að þeir haldi í menningu sína og uppruna? Hvar liggja mörkin? Hvaða skilaboð erum við að senda fólki þegar við gerum kröfu um að innflytjendur læri íslensku - en bjóðum svo ekki upp á tækifæri til þess? Hvers vegna er fólk í sumum tilvikum reiðubúið til þess að umbera misbeitingu og kúgun innan hóps sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn, en ekki meðal innfæddra? Hvers vegna telja margir atvinnurekendur sjálfsagt að bjóða innflytjendum lægri laun en Íslendingum? Spurningarnar eru margar og brýnt að við þeim fáist viðunandi svör. Í því skyni þurfum við, sem samfélag og sem manneskjur, að ráðast í siðferðilegt endurmat á afstöðu okkar til fjölmenningarsamfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fólksflutningar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari. Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum - og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið eins og annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið - þar sem draumurinn um innihaldsríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka. Undanfarna áratugi hafa fjölmenningarsamfélög nútímans verið að þróast í Evrópu, og víðar; sambýli fólks af ólíkum uppruna með ólík sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þegar best lætur geta samfélög af þessu tagi verið stórkostlegur suðupottur hugmynda þar sem eitthvað nýtt verður mikilsvert framlag til þróunar samfélagsins og þeirrar menningar sem það hvílir á. Menning er ekki fyrirbæri heldur ferli og tekur m.a. mið af samskiptum, hugmyndum og atferli þeirra sem samfélagið byggja á hverjum tíma. Íslendingar hafa til dæmis notið ávaxta fjölmenningarinnar í fjölbreyttari matargerð og gróskumeira tónlistarlífi, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að nýta kosti fjölmenningarsamfélagsins til fulls verðum við þó að hlúa að því og efna til lifandi og einlægrar umræðu um kosti þess, áskoranir og afleiðingar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að umræðan á Íslandi sé skammt á veg komin, og hefur að verulegu leyti einskorðast við afmarkaðan hluta fræðasamfélagsins, stofnanir og stefnumótendur. Sú stefna sem íslenskt samfélag tekur á næstu misserum ræðst af því hvernig umræðunni vindur fram. Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð og á tíu árum hefur fjöldi innflytjenda margfaldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar af erlendum uppruna 2,1 prósent íbúa á Íslandi árið 1998, en 7,6 prósent í lok árs 2008. Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á þessum nýja veruleika, og í raun bendir ýmislegt til þess að margir séu óöruggir og ringlaðir, bæði innfæddir og innflytjendurnir sjálfir. Ekki síst þeir sem hafa búið hér lengi. Þess vegna tel ég mjög brýnt að skapa grundvöll fyrir almennari samræðu en nú tíðkast um viðfangsefnin sem fjölmenningunni fylgja. Við verðum að leitast við það óttalaust og í einlægni að svara þeim spurningum sem vefjast fyrir fólki sem allt í einu vaknar upp við að búa í fjölmenningarsamfélagi sem það ekki skilur. Eigi okkur að takast að njóta allra framandi og góðu ávaxtanna verðum við að færa umræðuna nær þeim sem lifa hinn fjölmenningarlega veruleika á hverjum degi. Þar á ég við innflytjendurna sjálfa, vini þeirra og nágranna, kennara, bæjarstarfsmenn, fjölmiðlafólk og svo framvegis. Almenningur þarf að vera meðvitaður og eins sáttur og unnt er við þær óumflýjanlegu breytingar sem eru að eiga sér stað, gera sér grein fyrir þeirri skyldu sem hvert samfélag hefur gagnvart sjálfu sér og gangast við kröfunni um að mannréttindi allra séu virt í hvívetna. Innflytjendurnir sjálfir þurfa að taka þátt í umræðunni svo þeir viti hvaða réttindi þeir hafa og hvaða skyldur þeir gangast undir með því að setjast að á Íslandi. Öll þurfum við að koma okkur saman um þær kröfur sem eðlilegt er að gera hvert til annars - og hafa tiltækar aðferðir svo mögulegt sé standa undir þeim. Hvað eigum við t.d. við þegar við gerum kröfu um að innflytjendur aðlagist - en leggjum um leið ríka áherslu á að þeir haldi í menningu sína og uppruna? Hvar liggja mörkin? Hvaða skilaboð erum við að senda fólki þegar við gerum kröfu um að innflytjendur læri íslensku - en bjóðum svo ekki upp á tækifæri til þess? Hvers vegna er fólk í sumum tilvikum reiðubúið til þess að umbera misbeitingu og kúgun innan hóps sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn, en ekki meðal innfæddra? Hvers vegna telja margir atvinnurekendur sjálfsagt að bjóða innflytjendum lægri laun en Íslendingum? Spurningarnar eru margar og brýnt að við þeim fáist viðunandi svör. Í því skyni þurfum við, sem samfélag og sem manneskjur, að ráðast í siðferðilegt endurmat á afstöðu okkar til fjölmenningarsamfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða krossins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun