Ávextir fjölmenningarsamfélagsins 1. október 2009 06:00 Fólksflutningar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari. Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum - og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið eins og annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið - þar sem draumurinn um innihaldsríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka. Undanfarna áratugi hafa fjölmenningarsamfélög nútímans verið að þróast í Evrópu, og víðar; sambýli fólks af ólíkum uppruna með ólík sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þegar best lætur geta samfélög af þessu tagi verið stórkostlegur suðupottur hugmynda þar sem eitthvað nýtt verður mikilsvert framlag til þróunar samfélagsins og þeirrar menningar sem það hvílir á. Menning er ekki fyrirbæri heldur ferli og tekur m.a. mið af samskiptum, hugmyndum og atferli þeirra sem samfélagið byggja á hverjum tíma. Íslendingar hafa til dæmis notið ávaxta fjölmenningarinnar í fjölbreyttari matargerð og gróskumeira tónlistarlífi, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að nýta kosti fjölmenningarsamfélagsins til fulls verðum við þó að hlúa að því og efna til lifandi og einlægrar umræðu um kosti þess, áskoranir og afleiðingar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að umræðan á Íslandi sé skammt á veg komin, og hefur að verulegu leyti einskorðast við afmarkaðan hluta fræðasamfélagsins, stofnanir og stefnumótendur. Sú stefna sem íslenskt samfélag tekur á næstu misserum ræðst af því hvernig umræðunni vindur fram. Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð og á tíu árum hefur fjöldi innflytjenda margfaldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar af erlendum uppruna 2,1 prósent íbúa á Íslandi árið 1998, en 7,6 prósent í lok árs 2008. Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á þessum nýja veruleika, og í raun bendir ýmislegt til þess að margir séu óöruggir og ringlaðir, bæði innfæddir og innflytjendurnir sjálfir. Ekki síst þeir sem hafa búið hér lengi. Þess vegna tel ég mjög brýnt að skapa grundvöll fyrir almennari samræðu en nú tíðkast um viðfangsefnin sem fjölmenningunni fylgja. Við verðum að leitast við það óttalaust og í einlægni að svara þeim spurningum sem vefjast fyrir fólki sem allt í einu vaknar upp við að búa í fjölmenningarsamfélagi sem það ekki skilur. Eigi okkur að takast að njóta allra framandi og góðu ávaxtanna verðum við að færa umræðuna nær þeim sem lifa hinn fjölmenningarlega veruleika á hverjum degi. Þar á ég við innflytjendurna sjálfa, vini þeirra og nágranna, kennara, bæjarstarfsmenn, fjölmiðlafólk og svo framvegis. Almenningur þarf að vera meðvitaður og eins sáttur og unnt er við þær óumflýjanlegu breytingar sem eru að eiga sér stað, gera sér grein fyrir þeirri skyldu sem hvert samfélag hefur gagnvart sjálfu sér og gangast við kröfunni um að mannréttindi allra séu virt í hvívetna. Innflytjendurnir sjálfir þurfa að taka þátt í umræðunni svo þeir viti hvaða réttindi þeir hafa og hvaða skyldur þeir gangast undir með því að setjast að á Íslandi. Öll þurfum við að koma okkur saman um þær kröfur sem eðlilegt er að gera hvert til annars - og hafa tiltækar aðferðir svo mögulegt sé standa undir þeim. Hvað eigum við t.d. við þegar við gerum kröfu um að innflytjendur aðlagist - en leggjum um leið ríka áherslu á að þeir haldi í menningu sína og uppruna? Hvar liggja mörkin? Hvaða skilaboð erum við að senda fólki þegar við gerum kröfu um að innflytjendur læri íslensku - en bjóðum svo ekki upp á tækifæri til þess? Hvers vegna er fólk í sumum tilvikum reiðubúið til þess að umbera misbeitingu og kúgun innan hóps sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn, en ekki meðal innfæddra? Hvers vegna telja margir atvinnurekendur sjálfsagt að bjóða innflytjendum lægri laun en Íslendingum? Spurningarnar eru margar og brýnt að við þeim fáist viðunandi svör. Í því skyni þurfum við, sem samfélag og sem manneskjur, að ráðast í siðferðilegt endurmat á afstöðu okkar til fjölmenningarsamfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fólksflutningar hafa verið hluti af mannkynssögunni frá upphafi til okkar daga. En samfara aukinni hnattvæðingu og vaxandi samskiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni innflytjenda orðið flóknari. Tækninýjungar á sviði upplýsingaflutnings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum - og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið eins og annað fólk og afdrif þess í heiminum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratriðum eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið - þar sem draumurinn um innihaldsríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka. Undanfarna áratugi hafa fjölmenningarsamfélög nútímans verið að þróast í Evrópu, og víðar; sambýli fólks af ólíkum uppruna með ólík sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þegar best lætur geta samfélög af þessu tagi verið stórkostlegur suðupottur hugmynda þar sem eitthvað nýtt verður mikilsvert framlag til þróunar samfélagsins og þeirrar menningar sem það hvílir á. Menning er ekki fyrirbæri heldur ferli og tekur m.a. mið af samskiptum, hugmyndum og atferli þeirra sem samfélagið byggja á hverjum tíma. Íslendingar hafa til dæmis notið ávaxta fjölmenningarinnar í fjölbreyttari matargerð og gróskumeira tónlistarlífi, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að nýta kosti fjölmenningarsamfélagsins til fulls verðum við þó að hlúa að því og efna til lifandi og einlægrar umræðu um kosti þess, áskoranir og afleiðingar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að umræðan á Íslandi sé skammt á veg komin, og hefur að verulegu leyti einskorðast við afmarkaðan hluta fræðasamfélagsins, stofnanir og stefnumótendur. Sú stefna sem íslenskt samfélag tekur á næstu misserum ræðst af því hvernig umræðunni vindur fram. Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð og á tíu árum hefur fjöldi innflytjenda margfaldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar af erlendum uppruna 2,1 prósent íbúa á Íslandi árið 1998, en 7,6 prósent í lok árs 2008. Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á þessum nýja veruleika, og í raun bendir ýmislegt til þess að margir séu óöruggir og ringlaðir, bæði innfæddir og innflytjendurnir sjálfir. Ekki síst þeir sem hafa búið hér lengi. Þess vegna tel ég mjög brýnt að skapa grundvöll fyrir almennari samræðu en nú tíðkast um viðfangsefnin sem fjölmenningunni fylgja. Við verðum að leitast við það óttalaust og í einlægni að svara þeim spurningum sem vefjast fyrir fólki sem allt í einu vaknar upp við að búa í fjölmenningarsamfélagi sem það ekki skilur. Eigi okkur að takast að njóta allra framandi og góðu ávaxtanna verðum við að færa umræðuna nær þeim sem lifa hinn fjölmenningarlega veruleika á hverjum degi. Þar á ég við innflytjendurna sjálfa, vini þeirra og nágranna, kennara, bæjarstarfsmenn, fjölmiðlafólk og svo framvegis. Almenningur þarf að vera meðvitaður og eins sáttur og unnt er við þær óumflýjanlegu breytingar sem eru að eiga sér stað, gera sér grein fyrir þeirri skyldu sem hvert samfélag hefur gagnvart sjálfu sér og gangast við kröfunni um að mannréttindi allra séu virt í hvívetna. Innflytjendurnir sjálfir þurfa að taka þátt í umræðunni svo þeir viti hvaða réttindi þeir hafa og hvaða skyldur þeir gangast undir með því að setjast að á Íslandi. Öll þurfum við að koma okkur saman um þær kröfur sem eðlilegt er að gera hvert til annars - og hafa tiltækar aðferðir svo mögulegt sé standa undir þeim. Hvað eigum við t.d. við þegar við gerum kröfu um að innflytjendur aðlagist - en leggjum um leið ríka áherslu á að þeir haldi í menningu sína og uppruna? Hvar liggja mörkin? Hvaða skilaboð erum við að senda fólki þegar við gerum kröfu um að innflytjendur læri íslensku - en bjóðum svo ekki upp á tækifæri til þess? Hvers vegna er fólk í sumum tilvikum reiðubúið til þess að umbera misbeitingu og kúgun innan hóps sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn, en ekki meðal innfæddra? Hvers vegna telja margir atvinnurekendur sjálfsagt að bjóða innflytjendum lægri laun en Íslendingum? Spurningarnar eru margar og brýnt að við þeim fáist viðunandi svör. Í því skyni þurfum við, sem samfélag og sem manneskjur, að ráðast í siðferðilegt endurmat á afstöðu okkar til fjölmenningarsamfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða krossins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun