Byltingarkynslóðin Valur Gunnarsson skrifar 16. október 2009 06:00 Davíð Þór ritaði um daginn baksíðugrein um hina svokölluðu „krúttkynslóð“. Hún hefur áður verið gagnrýnd af mörgum, af Atla Bollasyni fyrir að vera ekki nógu söluvænleg og af mér fyrir að vera ekki nógu gagnrýnin á sölumennskuna. Það segir síðan ýmislegt um íslenska umræðuhefð að okkur tveimur, sem vorum á öndverðum meiði, var oft stillt upp saman. Svo virðist sem Davíð Þór hafi nú bæst í hópinn, enda benti hann sjálfur á í annarri og betri grein að íslensk umræða væri iðulega eins og Morfískeppni, þar sem menn væru með eða á móti og engan milliveg að finna. Gagnrýni Davíðs Þórs á „krúttin“ er þó ekki endilega réttmæt. Vissulega er það svo að í öllum hópum gilda ákveðnar (og oft óskrifaðar) reglur um klæðaburð og lífsviðhorf. Það gerir það þó ekki að verkum að hægt sé að leggja alla hópa að jöfnu, spurningin er frekar hver þessi lífsviðhorf eru. Sumir hafa sagt að „krúttkynslóðin“ sé betur til þess fallin að takast á við kreppuna en margir aðrir. Líklega verður kreppan öllum erfið, en þó má það vera ljóst að þeim sem minnstan þátt tóku í góðærinu bregður minnst í kreppunni. Þeir herskarar sem fóru í viðskiptafræði og hafa nú enga einkabanka til að vinna í þurfa að hugsa allt upp á nýtt. „Krúttin“ geta mörg hver haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Davíð Þór líkir því við hræsni að börn miðstéttarfólks taki upp aðra lífshætti en foreldrar þeirra. Það er þó erfitt að finna nokkuð að því að fólk vilji taka upp önnur lífsgildi en þau sem á undan komu, sama hvar í þjóðfélaginu það kann að vera fætt. Einmitt þannig verður þróun til betri vegar. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar ráðandi lífsgildi voru gildi góðærisins. Þau gildi hafa reynst okkur illa. Það er hræsni fólgin í því að hafna auðhyggjunni en auglýsa fyrir banka í leiðinni, eins og sumir gerðu. En það er engin hræsni fólgin í því að vilja tileinka sér lífsstíl sem býður upp á minni sóun en þá sem sést allt í kring. Það er undarlegt til þess að hugsa að þeir stjórnmálamenn sem innleiddu frjálshyggjuna hingað til lands voru flestir af hinni svokölluðu "68 kynslóð, sem er nú um sextugt. Þeir sem að síðan högnuðust mest á henni, auðmennirnir, eru flestir í kringum fertugt og tilheyrðu því pönkkynslóðinni svokölluðu hvað aldur varðar. Með hverri kynslóð takast á allskonar öfl, og það eru ekki alltaf þau bestu sem verða ofan á. „Krúttin“ stóðu fyrir það sem var (og er) gott í minni kynslóð. Vafalaust hefðu margir mátt láta heyra meira í sér, það dugar ekki að rækta sinn eigin garð til lengdar meðan gróðurhúsið hrynur í kringum mann. Það heyrðist fátt fyrir peningakössum hvort eð var. Nafngiftin bendir einmitt til þess að þetta var fólk sem ekki var mark á takandi, og ljóst var að margir litu svo á. Að minnsta kosti þar til í janúar 2009, þegar „krúttkynslóðin“ ásamt fleirum létu finna fyrir sér svo um munaði. Kannski er kominn tími til þess að endurskýra hana „búsáhaldarbyltingarkynslóðina“. Vonandi tekst henni betur að standa vörð um hugsjónir sínar en þeim sem kenndar eru við hippa og pönk. Því tíminn til þess að breyta heiminum er einmitt núna. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Davíð Þór ritaði um daginn baksíðugrein um hina svokölluðu „krúttkynslóð“. Hún hefur áður verið gagnrýnd af mörgum, af Atla Bollasyni fyrir að vera ekki nógu söluvænleg og af mér fyrir að vera ekki nógu gagnrýnin á sölumennskuna. Það segir síðan ýmislegt um íslenska umræðuhefð að okkur tveimur, sem vorum á öndverðum meiði, var oft stillt upp saman. Svo virðist sem Davíð Þór hafi nú bæst í hópinn, enda benti hann sjálfur á í annarri og betri grein að íslensk umræða væri iðulega eins og Morfískeppni, þar sem menn væru með eða á móti og engan milliveg að finna. Gagnrýni Davíðs Þórs á „krúttin“ er þó ekki endilega réttmæt. Vissulega er það svo að í öllum hópum gilda ákveðnar (og oft óskrifaðar) reglur um klæðaburð og lífsviðhorf. Það gerir það þó ekki að verkum að hægt sé að leggja alla hópa að jöfnu, spurningin er frekar hver þessi lífsviðhorf eru. Sumir hafa sagt að „krúttkynslóðin“ sé betur til þess fallin að takast á við kreppuna en margir aðrir. Líklega verður kreppan öllum erfið, en þó má það vera ljóst að þeim sem minnstan þátt tóku í góðærinu bregður minnst í kreppunni. Þeir herskarar sem fóru í viðskiptafræði og hafa nú enga einkabanka til að vinna í þurfa að hugsa allt upp á nýtt. „Krúttin“ geta mörg hver haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Davíð Þór líkir því við hræsni að börn miðstéttarfólks taki upp aðra lífshætti en foreldrar þeirra. Það er þó erfitt að finna nokkuð að því að fólk vilji taka upp önnur lífsgildi en þau sem á undan komu, sama hvar í þjóðfélaginu það kann að vera fætt. Einmitt þannig verður þróun til betri vegar. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar ráðandi lífsgildi voru gildi góðærisins. Þau gildi hafa reynst okkur illa. Það er hræsni fólgin í því að hafna auðhyggjunni en auglýsa fyrir banka í leiðinni, eins og sumir gerðu. En það er engin hræsni fólgin í því að vilja tileinka sér lífsstíl sem býður upp á minni sóun en þá sem sést allt í kring. Það er undarlegt til þess að hugsa að þeir stjórnmálamenn sem innleiddu frjálshyggjuna hingað til lands voru flestir af hinni svokölluðu "68 kynslóð, sem er nú um sextugt. Þeir sem að síðan högnuðust mest á henni, auðmennirnir, eru flestir í kringum fertugt og tilheyrðu því pönkkynslóðinni svokölluðu hvað aldur varðar. Með hverri kynslóð takast á allskonar öfl, og það eru ekki alltaf þau bestu sem verða ofan á. „Krúttin“ stóðu fyrir það sem var (og er) gott í minni kynslóð. Vafalaust hefðu margir mátt láta heyra meira í sér, það dugar ekki að rækta sinn eigin garð til lengdar meðan gróðurhúsið hrynur í kringum mann. Það heyrðist fátt fyrir peningakössum hvort eð var. Nafngiftin bendir einmitt til þess að þetta var fólk sem ekki var mark á takandi, og ljóst var að margir litu svo á. Að minnsta kosti þar til í janúar 2009, þegar „krúttkynslóðin“ ásamt fleirum létu finna fyrir sér svo um munaði. Kannski er kominn tími til þess að endurskýra hana „búsáhaldarbyltingarkynslóðina“. Vonandi tekst henni betur að standa vörð um hugsjónir sínar en þeim sem kenndar eru við hippa og pönk. Því tíminn til þess að breyta heiminum er einmitt núna. Höfundur er rithöfundur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun