Byltingarkynslóðin Valur Gunnarsson skrifar 16. október 2009 06:00 Davíð Þór ritaði um daginn baksíðugrein um hina svokölluðu „krúttkynslóð“. Hún hefur áður verið gagnrýnd af mörgum, af Atla Bollasyni fyrir að vera ekki nógu söluvænleg og af mér fyrir að vera ekki nógu gagnrýnin á sölumennskuna. Það segir síðan ýmislegt um íslenska umræðuhefð að okkur tveimur, sem vorum á öndverðum meiði, var oft stillt upp saman. Svo virðist sem Davíð Þór hafi nú bæst í hópinn, enda benti hann sjálfur á í annarri og betri grein að íslensk umræða væri iðulega eins og Morfískeppni, þar sem menn væru með eða á móti og engan milliveg að finna. Gagnrýni Davíðs Þórs á „krúttin“ er þó ekki endilega réttmæt. Vissulega er það svo að í öllum hópum gilda ákveðnar (og oft óskrifaðar) reglur um klæðaburð og lífsviðhorf. Það gerir það þó ekki að verkum að hægt sé að leggja alla hópa að jöfnu, spurningin er frekar hver þessi lífsviðhorf eru. Sumir hafa sagt að „krúttkynslóðin“ sé betur til þess fallin að takast á við kreppuna en margir aðrir. Líklega verður kreppan öllum erfið, en þó má það vera ljóst að þeim sem minnstan þátt tóku í góðærinu bregður minnst í kreppunni. Þeir herskarar sem fóru í viðskiptafræði og hafa nú enga einkabanka til að vinna í þurfa að hugsa allt upp á nýtt. „Krúttin“ geta mörg hver haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Davíð Þór líkir því við hræsni að börn miðstéttarfólks taki upp aðra lífshætti en foreldrar þeirra. Það er þó erfitt að finna nokkuð að því að fólk vilji taka upp önnur lífsgildi en þau sem á undan komu, sama hvar í þjóðfélaginu það kann að vera fætt. Einmitt þannig verður þróun til betri vegar. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar ráðandi lífsgildi voru gildi góðærisins. Þau gildi hafa reynst okkur illa. Það er hræsni fólgin í því að hafna auðhyggjunni en auglýsa fyrir banka í leiðinni, eins og sumir gerðu. En það er engin hræsni fólgin í því að vilja tileinka sér lífsstíl sem býður upp á minni sóun en þá sem sést allt í kring. Það er undarlegt til þess að hugsa að þeir stjórnmálamenn sem innleiddu frjálshyggjuna hingað til lands voru flestir af hinni svokölluðu "68 kynslóð, sem er nú um sextugt. Þeir sem að síðan högnuðust mest á henni, auðmennirnir, eru flestir í kringum fertugt og tilheyrðu því pönkkynslóðinni svokölluðu hvað aldur varðar. Með hverri kynslóð takast á allskonar öfl, og það eru ekki alltaf þau bestu sem verða ofan á. „Krúttin“ stóðu fyrir það sem var (og er) gott í minni kynslóð. Vafalaust hefðu margir mátt láta heyra meira í sér, það dugar ekki að rækta sinn eigin garð til lengdar meðan gróðurhúsið hrynur í kringum mann. Það heyrðist fátt fyrir peningakössum hvort eð var. Nafngiftin bendir einmitt til þess að þetta var fólk sem ekki var mark á takandi, og ljóst var að margir litu svo á. Að minnsta kosti þar til í janúar 2009, þegar „krúttkynslóðin“ ásamt fleirum létu finna fyrir sér svo um munaði. Kannski er kominn tími til þess að endurskýra hana „búsáhaldarbyltingarkynslóðina“. Vonandi tekst henni betur að standa vörð um hugsjónir sínar en þeim sem kenndar eru við hippa og pönk. Því tíminn til þess að breyta heiminum er einmitt núna. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Davíð Þór ritaði um daginn baksíðugrein um hina svokölluðu „krúttkynslóð“. Hún hefur áður verið gagnrýnd af mörgum, af Atla Bollasyni fyrir að vera ekki nógu söluvænleg og af mér fyrir að vera ekki nógu gagnrýnin á sölumennskuna. Það segir síðan ýmislegt um íslenska umræðuhefð að okkur tveimur, sem vorum á öndverðum meiði, var oft stillt upp saman. Svo virðist sem Davíð Þór hafi nú bæst í hópinn, enda benti hann sjálfur á í annarri og betri grein að íslensk umræða væri iðulega eins og Morfískeppni, þar sem menn væru með eða á móti og engan milliveg að finna. Gagnrýni Davíðs Þórs á „krúttin“ er þó ekki endilega réttmæt. Vissulega er það svo að í öllum hópum gilda ákveðnar (og oft óskrifaðar) reglur um klæðaburð og lífsviðhorf. Það gerir það þó ekki að verkum að hægt sé að leggja alla hópa að jöfnu, spurningin er frekar hver þessi lífsviðhorf eru. Sumir hafa sagt að „krúttkynslóðin“ sé betur til þess fallin að takast á við kreppuna en margir aðrir. Líklega verður kreppan öllum erfið, en þó má það vera ljóst að þeim sem minnstan þátt tóku í góðærinu bregður minnst í kreppunni. Þeir herskarar sem fóru í viðskiptafræði og hafa nú enga einkabanka til að vinna í þurfa að hugsa allt upp á nýtt. „Krúttin“ geta mörg hver haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Davíð Þór líkir því við hræsni að börn miðstéttarfólks taki upp aðra lífshætti en foreldrar þeirra. Það er þó erfitt að finna nokkuð að því að fólk vilji taka upp önnur lífsgildi en þau sem á undan komu, sama hvar í þjóðfélaginu það kann að vera fætt. Einmitt þannig verður þróun til betri vegar. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar ráðandi lífsgildi voru gildi góðærisins. Þau gildi hafa reynst okkur illa. Það er hræsni fólgin í því að hafna auðhyggjunni en auglýsa fyrir banka í leiðinni, eins og sumir gerðu. En það er engin hræsni fólgin í því að vilja tileinka sér lífsstíl sem býður upp á minni sóun en þá sem sést allt í kring. Það er undarlegt til þess að hugsa að þeir stjórnmálamenn sem innleiddu frjálshyggjuna hingað til lands voru flestir af hinni svokölluðu "68 kynslóð, sem er nú um sextugt. Þeir sem að síðan högnuðust mest á henni, auðmennirnir, eru flestir í kringum fertugt og tilheyrðu því pönkkynslóðinni svokölluðu hvað aldur varðar. Með hverri kynslóð takast á allskonar öfl, og það eru ekki alltaf þau bestu sem verða ofan á. „Krúttin“ stóðu fyrir það sem var (og er) gott í minni kynslóð. Vafalaust hefðu margir mátt láta heyra meira í sér, það dugar ekki að rækta sinn eigin garð til lengdar meðan gróðurhúsið hrynur í kringum mann. Það heyrðist fátt fyrir peningakössum hvort eð var. Nafngiftin bendir einmitt til þess að þetta var fólk sem ekki var mark á takandi, og ljóst var að margir litu svo á. Að minnsta kosti þar til í janúar 2009, þegar „krúttkynslóðin“ ásamt fleirum létu finna fyrir sér svo um munaði. Kannski er kominn tími til þess að endurskýra hana „búsáhaldarbyltingarkynslóðina“. Vonandi tekst henni betur að standa vörð um hugsjónir sínar en þeim sem kenndar eru við hippa og pönk. Því tíminn til þess að breyta heiminum er einmitt núna. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar