Byltingarkynslóðin Valur Gunnarsson skrifar 16. október 2009 06:00 Davíð Þór ritaði um daginn baksíðugrein um hina svokölluðu „krúttkynslóð“. Hún hefur áður verið gagnrýnd af mörgum, af Atla Bollasyni fyrir að vera ekki nógu söluvænleg og af mér fyrir að vera ekki nógu gagnrýnin á sölumennskuna. Það segir síðan ýmislegt um íslenska umræðuhefð að okkur tveimur, sem vorum á öndverðum meiði, var oft stillt upp saman. Svo virðist sem Davíð Þór hafi nú bæst í hópinn, enda benti hann sjálfur á í annarri og betri grein að íslensk umræða væri iðulega eins og Morfískeppni, þar sem menn væru með eða á móti og engan milliveg að finna. Gagnrýni Davíðs Þórs á „krúttin“ er þó ekki endilega réttmæt. Vissulega er það svo að í öllum hópum gilda ákveðnar (og oft óskrifaðar) reglur um klæðaburð og lífsviðhorf. Það gerir það þó ekki að verkum að hægt sé að leggja alla hópa að jöfnu, spurningin er frekar hver þessi lífsviðhorf eru. Sumir hafa sagt að „krúttkynslóðin“ sé betur til þess fallin að takast á við kreppuna en margir aðrir. Líklega verður kreppan öllum erfið, en þó má það vera ljóst að þeim sem minnstan þátt tóku í góðærinu bregður minnst í kreppunni. Þeir herskarar sem fóru í viðskiptafræði og hafa nú enga einkabanka til að vinna í þurfa að hugsa allt upp á nýtt. „Krúttin“ geta mörg hver haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Davíð Þór líkir því við hræsni að börn miðstéttarfólks taki upp aðra lífshætti en foreldrar þeirra. Það er þó erfitt að finna nokkuð að því að fólk vilji taka upp önnur lífsgildi en þau sem á undan komu, sama hvar í þjóðfélaginu það kann að vera fætt. Einmitt þannig verður þróun til betri vegar. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar ráðandi lífsgildi voru gildi góðærisins. Þau gildi hafa reynst okkur illa. Það er hræsni fólgin í því að hafna auðhyggjunni en auglýsa fyrir banka í leiðinni, eins og sumir gerðu. En það er engin hræsni fólgin í því að vilja tileinka sér lífsstíl sem býður upp á minni sóun en þá sem sést allt í kring. Það er undarlegt til þess að hugsa að þeir stjórnmálamenn sem innleiddu frjálshyggjuna hingað til lands voru flestir af hinni svokölluðu "68 kynslóð, sem er nú um sextugt. Þeir sem að síðan högnuðust mest á henni, auðmennirnir, eru flestir í kringum fertugt og tilheyrðu því pönkkynslóðinni svokölluðu hvað aldur varðar. Með hverri kynslóð takast á allskonar öfl, og það eru ekki alltaf þau bestu sem verða ofan á. „Krúttin“ stóðu fyrir það sem var (og er) gott í minni kynslóð. Vafalaust hefðu margir mátt láta heyra meira í sér, það dugar ekki að rækta sinn eigin garð til lengdar meðan gróðurhúsið hrynur í kringum mann. Það heyrðist fátt fyrir peningakössum hvort eð var. Nafngiftin bendir einmitt til þess að þetta var fólk sem ekki var mark á takandi, og ljóst var að margir litu svo á. Að minnsta kosti þar til í janúar 2009, þegar „krúttkynslóðin“ ásamt fleirum létu finna fyrir sér svo um munaði. Kannski er kominn tími til þess að endurskýra hana „búsáhaldarbyltingarkynslóðina“. Vonandi tekst henni betur að standa vörð um hugsjónir sínar en þeim sem kenndar eru við hippa og pönk. Því tíminn til þess að breyta heiminum er einmitt núna. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Davíð Þór ritaði um daginn baksíðugrein um hina svokölluðu „krúttkynslóð“. Hún hefur áður verið gagnrýnd af mörgum, af Atla Bollasyni fyrir að vera ekki nógu söluvænleg og af mér fyrir að vera ekki nógu gagnrýnin á sölumennskuna. Það segir síðan ýmislegt um íslenska umræðuhefð að okkur tveimur, sem vorum á öndverðum meiði, var oft stillt upp saman. Svo virðist sem Davíð Þór hafi nú bæst í hópinn, enda benti hann sjálfur á í annarri og betri grein að íslensk umræða væri iðulega eins og Morfískeppni, þar sem menn væru með eða á móti og engan milliveg að finna. Gagnrýni Davíðs Þórs á „krúttin“ er þó ekki endilega réttmæt. Vissulega er það svo að í öllum hópum gilda ákveðnar (og oft óskrifaðar) reglur um klæðaburð og lífsviðhorf. Það gerir það þó ekki að verkum að hægt sé að leggja alla hópa að jöfnu, spurningin er frekar hver þessi lífsviðhorf eru. Sumir hafa sagt að „krúttkynslóðin“ sé betur til þess fallin að takast á við kreppuna en margir aðrir. Líklega verður kreppan öllum erfið, en þó má það vera ljóst að þeim sem minnstan þátt tóku í góðærinu bregður minnst í kreppunni. Þeir herskarar sem fóru í viðskiptafræði og hafa nú enga einkabanka til að vinna í þurfa að hugsa allt upp á nýtt. „Krúttin“ geta mörg hver haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Davíð Þór líkir því við hræsni að börn miðstéttarfólks taki upp aðra lífshætti en foreldrar þeirra. Það er þó erfitt að finna nokkuð að því að fólk vilji taka upp önnur lífsgildi en þau sem á undan komu, sama hvar í þjóðfélaginu það kann að vera fætt. Einmitt þannig verður þróun til betri vegar. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar ráðandi lífsgildi voru gildi góðærisins. Þau gildi hafa reynst okkur illa. Það er hræsni fólgin í því að hafna auðhyggjunni en auglýsa fyrir banka í leiðinni, eins og sumir gerðu. En það er engin hræsni fólgin í því að vilja tileinka sér lífsstíl sem býður upp á minni sóun en þá sem sést allt í kring. Það er undarlegt til þess að hugsa að þeir stjórnmálamenn sem innleiddu frjálshyggjuna hingað til lands voru flestir af hinni svokölluðu "68 kynslóð, sem er nú um sextugt. Þeir sem að síðan högnuðust mest á henni, auðmennirnir, eru flestir í kringum fertugt og tilheyrðu því pönkkynslóðinni svokölluðu hvað aldur varðar. Með hverri kynslóð takast á allskonar öfl, og það eru ekki alltaf þau bestu sem verða ofan á. „Krúttin“ stóðu fyrir það sem var (og er) gott í minni kynslóð. Vafalaust hefðu margir mátt láta heyra meira í sér, það dugar ekki að rækta sinn eigin garð til lengdar meðan gróðurhúsið hrynur í kringum mann. Það heyrðist fátt fyrir peningakössum hvort eð var. Nafngiftin bendir einmitt til þess að þetta var fólk sem ekki var mark á takandi, og ljóst var að margir litu svo á. Að minnsta kosti þar til í janúar 2009, þegar „krúttkynslóðin“ ásamt fleirum létu finna fyrir sér svo um munaði. Kannski er kominn tími til þess að endurskýra hana „búsáhaldarbyltingarkynslóðina“. Vonandi tekst henni betur að standa vörð um hugsjónir sínar en þeim sem kenndar eru við hippa og pönk. Því tíminn til þess að breyta heiminum er einmitt núna. Höfundur er rithöfundur.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun