Innlent

Vilja selja nýja varðskipið

Sjálfstæðismenn vilja að nýja varðskip Landhelgisgæslunnar verði selt til að draga megi úr skattahækkunum. Þetta kom fram á Alþingi í morgun þar sem skattahækkanir ríkisstjórnarinnar voru gagnrýndar af sjálfstæðismönnum.

Illugi Gunnarsson, benti á að svigrúm heimilanna til að taka á sig frekari skattahækkanir væri lítið þar sem útgjöld hefðu aukist verulega í kjölfar bankahrunsins.

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðisflokks, sagði nauðsynlegt fyrir ríkið að draga úr útgjöldum til að koma í veg fyrir skattahækkanir. „Ég vil líka benda á þær tillögur okkar sem mér finnst vera augljósar að við getum hugsanlega selt það nýja varðskip sem við eigum að fá á næsta ári og söluandvirði þess gæti verið 5 milljarðar. Svona tel ég frú forseti að við eigum að vinna okkur út úr vandamálunum."

Anna Pála Sverrisdóttir, varaþingmaður Samfylkingar, gagnrýndi málflutning sjálfstæðismanna og kallaði hann óábyrgt daður við kjósenndur. „Að ætla segja fólki það að það sé ekki þörf á að hækka skatta þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni núna í ríkisfjármálunum að brúa stærsta bil sem við höfum þurft að brúa."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×