Innlent

Leki kom að bát í Skagafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Báturinn var staddur skammt frá Drangey í Skagafirði. Mynd/ Sig. Bogi.
Báturinn var staddur skammt frá Drangey í Skagafirði. Mynd/ Sig. Bogi.
Allar björgunarsveitir í nágrenni við Sauðárkrók voru kallaðar út eftir hádegi þegar leki kom að bát sem staddur var um 2,5 sjómílum frá Drangey. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var einn maður um borð í bátnum og er búið að koma honum til aðstoðar. Hann er því ekki í hættu og er báturinn kominn í tog. Frekari upplýsingar fengust ekki um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×