Mikilvægi „sorpblaða“ Jón Trausti Reynisson skrifar 17. febrúar 2009 04:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sá ástæðu til að uppnefna DV „sorpblað" í pistli í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Ástæðan fyrir uppnefninu var að DV hafði gengið hart á eftir svörum hjá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra, sama dag og forsætisráðherra og eflaust stór hluti þjóðarinnar beið svara frá honum. Blaðamaður DV gerði sitt allra besta til að fá svör hjá seðlabankastjóranum, sem lauk með því að hann lýsti andstöðu sinni við að svara þar sem hann væri á leið í læknisskoðun. Fyrir tilviljun komst blaðamaðurinn að því að sú yfirlýsing Davíðs stóðst ekki, í það minnsta miðað við þá staðreynd að hann gekk rakleiðis í gegnum spítalann og stefndi út bakdyramegin, þar sem einkabílstjóri beið hans. Nokkrum vikum áður hafði annar blaðamaður DV reynt að spyrja Davíð spurninga. Í það skiptið hunsaði hann blaðamanninn alfarið og talaði til heimiliskattar frekar en að svara spurningum. DV hefur margítrekað lagt fyrirspurnir fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra og reynt að ná tali af honum, en án árangurs. Auk þess hefur blaðið kært Seðlabankann á grundvelli upplýsingalaga. Eftir því sem næst verður komist hefur Davíð ekki svarað spurningum DV frá árinu 2005, þegar hann var valinn maður ársins af þáverandi ritstjórn. Blaðamönnum hefur hins vegar gefist færi á að spyrja Davíð spurninga á blaðamannafundum Seðlabankans við stýrivaxtaákvarðanir. Þeir fundir virðast hafa verið lagðir niður. Davíð hefur ekki haldið blaðamannafund við stýrivaxtaákvörðun frá 11. september í fyrra. Ef Guðmundi Andra Thorssyni mislíkar að fjölmiðill skuli heimta skýr svör til að upplýsa almenning má hann auðvitað hafa þá skoðun. Hann má líka dreifa þeirri skoðun í pistlum, þótt það sé óþarfi að nota uppnefni í því samhengi. Óháð því hefur DV ekki aðeins fullan rétt til að spyrja seðlabankastjóra og aðra ráðamenn spurninga og birta viðbrögðin, heldur líka skyldu til þess gagnvart lesendum. Ef einhver telur að ágeng upplýsingaleit sem varðar almannahagsmuni beri vott um að fjölmiðillinn sé sorpblað, megi þá verða til fleiri sorpblöð hér á landi, og jafnvel sorpútvarps- og sjónvarpsstöðvar, sorpstjórnmálamenn, sorpgreiningadeildir og sorprithöfundar. Eða höfum við ekkert lært af feluleik, útúrsnúningum og blekkingum ráðamanna síðustu ár?Höfundur er ritstjóri DV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sá ástæðu til að uppnefna DV „sorpblað" í pistli í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Ástæðan fyrir uppnefninu var að DV hafði gengið hart á eftir svörum hjá Davíð Oddssyni seðlabankastjóra, sama dag og forsætisráðherra og eflaust stór hluti þjóðarinnar beið svara frá honum. Blaðamaður DV gerði sitt allra besta til að fá svör hjá seðlabankastjóranum, sem lauk með því að hann lýsti andstöðu sinni við að svara þar sem hann væri á leið í læknisskoðun. Fyrir tilviljun komst blaðamaðurinn að því að sú yfirlýsing Davíðs stóðst ekki, í það minnsta miðað við þá staðreynd að hann gekk rakleiðis í gegnum spítalann og stefndi út bakdyramegin, þar sem einkabílstjóri beið hans. Nokkrum vikum áður hafði annar blaðamaður DV reynt að spyrja Davíð spurninga. Í það skiptið hunsaði hann blaðamanninn alfarið og talaði til heimiliskattar frekar en að svara spurningum. DV hefur margítrekað lagt fyrirspurnir fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra og reynt að ná tali af honum, en án árangurs. Auk þess hefur blaðið kært Seðlabankann á grundvelli upplýsingalaga. Eftir því sem næst verður komist hefur Davíð ekki svarað spurningum DV frá árinu 2005, þegar hann var valinn maður ársins af þáverandi ritstjórn. Blaðamönnum hefur hins vegar gefist færi á að spyrja Davíð spurninga á blaðamannafundum Seðlabankans við stýrivaxtaákvarðanir. Þeir fundir virðast hafa verið lagðir niður. Davíð hefur ekki haldið blaðamannafund við stýrivaxtaákvörðun frá 11. september í fyrra. Ef Guðmundi Andra Thorssyni mislíkar að fjölmiðill skuli heimta skýr svör til að upplýsa almenning má hann auðvitað hafa þá skoðun. Hann má líka dreifa þeirri skoðun í pistlum, þótt það sé óþarfi að nota uppnefni í því samhengi. Óháð því hefur DV ekki aðeins fullan rétt til að spyrja seðlabankastjóra og aðra ráðamenn spurninga og birta viðbrögðin, heldur líka skyldu til þess gagnvart lesendum. Ef einhver telur að ágeng upplýsingaleit sem varðar almannahagsmuni beri vott um að fjölmiðillinn sé sorpblað, megi þá verða til fleiri sorpblöð hér á landi, og jafnvel sorpútvarps- og sjónvarpsstöðvar, sorpstjórnmálamenn, sorpgreiningadeildir og sorprithöfundar. Eða höfum við ekkert lært af feluleik, útúrsnúningum og blekkingum ráðamanna síðustu ár?Höfundur er ritstjóri DV.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun