Innlent

Jarðskjálfti í Vatnajökli

Á heimasíðu veðurstofunnar má sjá kort yfir skjálfta dagsins. Skjálftinn við Kistufell er merktur með stjörnu.
Á heimasíðu veðurstofunnar má sjá kort yfir skjálfta dagsins. Skjálftinn við Kistufell er merktur með stjörnu.
Jarðskjálfti varð við Kistufell í norðanverðum Vatnajökli rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Skjálftinn var um 3,1 á Richter kvarða að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir einnig að jarðskjálfti af svipaðri stærð hafi riðið yfir á þessu svæði fyrir réttu ári síðan og að jarðskjálftar séu algengir á þessum slóðum.



Nánar má fylgjast með skjálftavirkninni hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×